Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 48

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 48
46 grænkáli, sem saxað var hrátt í kjötkvörn. Er talið, að snerting við suma málma, einkum járn eða kopar, meðan saxað er (hníf- ur, kvörn o. fl.) eigi að jafnaði mestan þátt í eyðingunni, sem oft er mun meiri en þetta dæmi sýnir. Snerting við þessa málma í matarílátum eða suðupottum getur valdið hraðfara eyðingu C- vítamínsins, en aluminíum og tin hefur ekki slík áhrif. Ef kál eða annað grænmeti er saxað eða hakkað hrátt og síð- an soðið, má búast við, að mestur hluti vítamínsins tapist úr því. Þannig mældust eitt sinn aðeins 14,6 mg í grænkáli, er þeirri meðferð hafði sætt, en upphaflega voru 105 mg í því. 1 hvítkálsjafningi (12 g hvítkál, soðið og smátt skorið, 5 g smjörlíki, 5 g hveiti; soðið 1 mínútu) mældust 13 mg af C-víta- míni, og í grænkálsjafningi 32,9 mg (200 g grænkál, soðið 5 mínútur, 50 g smjörlíki, 25 g hveiti, 100 ml mjólk). öðru sinni mældust aðeins 12,7 mg í grænkálsjafningi (samsetning ekki tilgreind). TAFLA 16. C-vítamín í steiktri kindalifur, mg/lOOg. Vitamin C in fried liver (sheep), mg/100 g. Dagsetning Date of examination Lifur Liver Mismunur Difference Athugasemdir Hrá Raw Steikt Fried Mg % Notes 15/10 1947 23,3 19,3 4,0 17,2 Steikt í sneiðum 2mín. Soðið í 3 mín. 15/10 1947 23,3 17,5 5,8 24,9 Steikt heil 2 mín. Soðið í 10 mín. 15/10 1947 24,4 21,2 3,2 13,1 Steikt 2 mín. Soðið 5 mín. Meðaltal. Average 18,4 Lifur. Af matreiddri kindalifur voru athuguð þrjú sýnishorn, sem í töflu 16 greinir. C-vítamíntapið er ekki tilfinnanlegt, undir 20% að meðaltali. Við endurtekna mælingu næsta dag, þ. e. eftir 18 klukkustund- ir, hafði C-vítamínmagnið lækkað niður í 13,3, 12,2 og 19,0 mg (talið í sömu röð og í töflunni) eða um 31, 30 og 10%. Hrogn. 1 nýsoðnum hrognum mældust eitt sinn 19,6 mg, en öðru sinni — að vísu 2 klst. eftir að soðið var — aðeins 5,4 mg.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.