Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 14
12
Árbók Háskóla íslands
áhuga á vísindum, bæði hjá rannsókna-
mönnum og hinum sem ekki vinna að rann-
sóknum. Aukin kynning á rannsóknastarf-
seminni, á því sem gert hefur verið, á því
sem verið er að gera og á því sem menn
vonast til að gera, ætti að efla vísindastarf-
semina og auka skilning og stuðning við
háskólastarfið í heild.
5. Aukin hagnýting þekkingar og rann-
sókna
Efla þarf verulega öflun þekkingar og
hagnýtingu þekkingar í þágu atvinnuveg-
anna.
Atvinnustarfsemin þarfnast nýrra starfs-
krafta, nýrra hugmynda og aðstöðu til
rannsókna. Háskólinn þarfnast hins vegar
fjárstuðnings og reynslu atvinnulífsins.
Tengsl háskólans við atvinnulífið verða
væntanlega einkum með þrennum hætti:
í fyrsta lagi með beinum samskiptum
starfsmanna háskólans við fyrirtæki með
svipuðum hætti og verið hefur.
I öðru lagi með þátttöku í stofnun fyrir-
tækja, ef slíkt má verða til að örva þróunina
í þessum efnum.
í þriðja lagi með stofnun þjónustumið-
stöðvar, þ.e. rannsókna- og þróunarmið-
stöðvar, sem miðlar upplýsingum, skapar
tengsl, annast eða aðstoðar við gerð samn-
inga og annast fyrirgreiðslu og þjónustu af
ýmsu tagi. Nauðsynlegt er að kynna þá
þjónustu, þekkingu og færni sem kennarar
og sérfræðingar eru fúsir að veita svo og
aðstöðu háskólans til rannsókna.
Rannsóknir og þróunarstarfsemi í þágu
atvinnuveganna mega ekki torvelda aðra
rannsóknastarfsemi. Undirstöðurann-
sóknir skapa þann grunn sem hagnýtar
rannsóknir byggja á.
Hvernig þessum markmiðum má ná
verður ekki rætt hér í smáatriðum, en ég
mun leggja fyrir háskólaráð drög að starfs-
áætlun, þ.e. tillögur um viðfangsefni og
framkvæmdamáta.
Forsendur fyrir árangri í þessu starfi eru
viðunandi ytri aðstæður, þ.e. húsnæði,
mannafli, laun og rekstrarfé.
Brýnustu þarfir háskólans eru meira og
betra húsnæði til kennslu og rannsókna.
Húsnæði háskólans er of lítið og óhentugt,
og það er dreift allt of víða um bæinn. Þetta
spillir mjög kennslu og námi svo og rann-
sóknum og stjórnun.
Eitt erfiðasta vandamál háskólans eru
launamál kennara og annarra starfsmanna.
Nú stöndum við frammi fyrir þeim vanda
að hæfur umsækjandi hafnar prófessors-
embætti vegna lélegra launa, og í öðrum
tilvikum fást hæfir menn ekki til að sækja
um kennarastöður sem lausar eru. Þegar
svo er komið er háskólinn í hættu, því hann
þarf að geta laðað til sín færustu vísinda-
menn á hverjum tíma. Er vissulega tíma-
bært fyrir stjórn háskólans að kanna leiðir
til úrbóta. Væri vert að gefa gaum að af-
kastahvetjandi launakerfi sem tíðkast víða
við erlenda háskóla, þar sem ágæti í starfi
og afköst eru metin í launum. Þótt slíkt
kerfi yrði nokkuð erfitt í framkvæmd hér á
landi er samt brýnt að kanna þær leiðir sem
aðrir hafa notfært sér.
Þótt ytri aðstæður ráði mjög miklu um
þróun mála, þá er annað öllu öðru mikil-
vægara, en það er eldmóður og áhugi. Án
eldmóðs og atorku einstaklinganna verða
glæstar byggingar og góð tækni til lítils
gagns.
Saga Háskóla íslands og saga flestra há-
skóla er saga linnulausrar baráttu og upp-
byggingar. Er við lítum til liðinna ára í sögu
háskólans, er það undravert hvernig tekist
hefur að byggja upp góðan háskóla við
erfiðar aðstæður. Við hljótum að dást að
þeim mönnum, sem unnu slíkt þrekvirki,
og við erum þeim þakklát fyrir störf þeirra.
Eigi hefði forvera okkar grunað að
breytingarnar yrðu svo örar og framfarirn-
ar svo miklar í þjóðlífinu öllu sem raun ber
vitni. Lítum í kringum okkur og sjáum
hvað er að gerast og hvað gerst hefur á
síðustu 15 árum hér í háskólanum. Það er