Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 138
128
Árbók Háskóla íslands
Alla ævi einkenndist Björn af sívakandi
áhuga, dugnaði, röskleika og kjarki. Hann
var þó aldrei við eina fjöl felldur, heldur
dreifði starfsorku sinni og áhi^a á mörg
viðfangsefni og ólík. Hann var í margvís-
legum félagsskap og alls staðar vel virkur,
enda eftirsóttur til forystu í hinum ólíkustu
félögum. I blóma lífsins var hann flestum
öðrum umsvifameiri á fræðasviði sínu, auk
þess sem hann skrifaði mikið af aiþýðleg-
um greinum um fræðileg efni í blöð og
tímarit. Þá var hann lengi athafnasamur
ferðamálafrömuður, leiðsögumaður, far-
arstjóri og forkólfur hópa erlendra sem
innlendra ferðalanga, hérlendis sem er-
lendis, auk þess sem hann beitti sér fyrir
fræðslu- og upplýsingarstarfi meðal leið-
sögumanna og ferðamálafólks. Skógrækt
og gróðurvernd voru meðal áhugamála
hans, og taldi hann þá ekki eftir sér sporin
eða orkuna. Um eitt skeið hafði hann líka
talsverð afskipti af stjórnmálum án þess að
slægjast þar eftir frama. Má segja, að hann
hafi óvíða komið þar við, sem hann lét
ekkert að sér kveða.
Til 1967 var kennsla við gagnfræðaskól-
ann, arftaka Agústarskóla, aðalstarf
Björns, en þá réðst hann að Menntaskólan-
um við Hamrahlíð, þegar sá skóli tók til
starfa. Beið hans þar starf, sem hann
minntist löngum síðan með óblandinni
ánægju, við að mynda og móta nýja stofn-
un, þar sem mörgum fannst sem þeir væru
að fitja upp á einhverju nýju, sem síst væri
vanþörf á.
Sumarið 1971 var Björn skipaður lektor í
sögu íslendinga við heimspekideild Há-
skóla Islands, og um sömu mundir varði
hann doktorsrit sitt, Ensku öldina í sögu
íslendinga.
Haustið 1971 var Björn settur prófessor í
stað Magnúsar Más Lárussonar, sem þá var
orðinn háskólarektor, og eftir að Magnús
hafði fengið lausn frá störfum sakir van-
heilsu var Björn skipaður prófessor 1976.
Því miður var hinn mikli orkusjóður
Björns tekinn að þverra og heilsa hans að
láta alvarlega á sjá í þann mund sem hann
kom að háskólanum, þó að áhuginn og
kjarkurinn létu ekki að sér hæða. Nokkur
ár unnust honum þar til að vinna að áhuga-
málum sínum, strá um sig úr ótæmandi
hugmyndasjóði sínum og brýna þá til at-
hafna og dáða, sem hann batt öðrum frem-
ur vonir við. Var það eitt skýrasta einkenni
Björns sem kennara, hversu mikinn áhuga
hann hafði á að greiða götu nemenda, sem
hann taldi sérstökum hæfileikum búna.
Björn fékk lausn frá störfum 1978, sex-
tugur að aldri. Hann gerði sér þá vonir um
að geta áfram sinnt fræði- og ritstörfum og
bjó eins og löngum áður yfir stórum og
miklum áformum. Því miður hélt heilsu
hans áfram að hraka, og kom fyrir ekki
óbilandi kjarkur og sívakandi vinnugleði.
Síðustu tvö æviárin voru samfelldur þján-
ingabálkur, og þá eins og ævinlega naut
hann fórnfúss stuðnings eiginkonu, Guð-
rúnar Guðmundsdóttur, dóttur og annarra
ástvina.
Bergsteinn Jónsson