Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 31
Ræður rektors Háskóla íslands
29
ans með hliðsjón af stöðu mála og nýjum
áherslum í upplýsinga- og tækniþjóðfélagi
nútímans. Slík endurskoðun á markmiðum
og starfsemi háskólans ætti í fyrsta lagi að
skerpa skilning kennara á æskilegum
áherslum og breytingum í eigin starfi, í
öðru lagi að vekja athygli á stöðnun og
jafnvel vanræktum sviðum, ef slíkt er fyrir
hendi, og í þriðja lagi að benda á nauðsyn-
legar úrbætur í kennslu og aðstöðu til
kennslu ef þurfa þykir.
Ljóst er að þörf fyrir aukna menntun vex
ört, og kröfur um bætta þjónustu á þessu
sviði fara vaxandi. Aðsókn að öldunga-
deildum framhaldsskólanna sýnir að
menntunin er ekki lengur forréttindi unga
fólksins. Eldri nemendur leita menntunar í
vaxandi mæli, því með aukinni menntun
fjölgar starfstækifærum og jafnframt tæki-
færum til meiri lífsfyllingar. Háskólinn
verður því að leita leiða til að mæta slíkum
þörfum, þ.e. veita nemendum tækifæri til
að stunda nám með starfi, veita tækifæri til
að vera í hlutanámi þótt það taki tvöfalt
lengri tíma. Þetta er aðeins eitt dæmi um
þau mörgu verkefni sem bíða úrlausnar í
dag.
Kœru kandídatar!
I dag takið þið við prófskírteini úr hendi
deildarforseta og fáið formlega staðfest-
ingu á því að hafa lokið háskólaprófi og
hafa þar með náð mikilvægum áfanga í lífi
ykkar.
Háskóli íslands óskar ykkur og fjölskyld-
um ykkar til hamingju með þennan árangur
og þakkar ykkur samstarfið á liðnum árum.
Þið sáuð hér áðan lýst kjöri heiðursdokt-
ors þegar prófessor Jóni Sigtryggssyni var
sýndur sá mesti sómi sem Háskóli íslands
getur sýnt nokkrum manni, að sæma hann
doktorsnafnbót í heiðursskyni. Sá sómi er
verðskuldaður, og lýsti deildarforseti tann-
læknadeildar því hvernig prófessor Jón Sig-
tryggsson byggði upp tannlæknadeild, en
það var mikið afrek við þær aðstæður sem
þá voru fyrir hendi.
Með því að nefna þetta nú vil ég vekja
athygli ykkar á því, að lífið býður tækifæri
til margs konar afreka. Sum eru unnin í
kyrrþey, önnur verða að fréttaefni. Vett-
vangurinn er breiður og viðfangsefnin eru
mörg, en kröfurnar eru þær sömu þegar
upp er staðið, að skila vel unnu verki.
Tómas Guðmundsson skáld segir svo á
einum stað í ljóðum sínum:
Og enginn fær til æðri tignar hafist
né öðlast dýrri rétt en þann
að geta vænst af sjálfum sér og krafist,
að saga landsins blessi hann.
Jón Sigtryggsson prófessor hefur skilað
vel unnu verki og getur verið ykkur fyrir-
mynd, ásamt öðrum þeim brautryðjendum
sem byggt hafa upp Háskóla Islands, — já,
sem byggt hafa upp það þjóðfélag sem við
nú njótum góðs af. Við njótum nú afrakst-
urs þess erfiðis sem forverar okkar lögðu á
sig til að búa okkur betri heim.
Skáld æskunnar, ástar og vonar segir
ennfremur:
En kynslóð nýja til starfa kallar
sá dagur, sem órisinn er.
— Og nú er ykkar dagur að rísa. Ykkar
bíða mikil ævintýri, þið munuð sækja á
brattann, oft með storminn í fangið. Að
leiðarlokum munuð þið ylja ykkur við
minningarnar um sigra og ósigra, um gleði
og sorgir, en þannig verður lífsins saga.
Eitt af því sem menn vilja frekar gefa en
þiggja eru ráð. Eg ætla samt að gefa þér
nokkur ráð, kæri kandídat. Fyrsta ráðið
er að vera heiðarlegur. Reyndu ekki að
blekkja aðra og enn síður sjálfan þig. Heið-
arleikinn veldur þér minnstum áhyggjum,
minni streitu og kvíða og eykur veg þinn og
traust í hvívetna.
Annað ráðið er að vera vandvirkur, að