Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 156
146
Árbók Háskóla íslands
október 1985, laugardaginn 1. mars 1986 og
laugardaginn 25. október 1986, fyrsta vetr-
ardag, og hófust þær kl. 14. Rektor ávarp-
aði kandídata, og deildarforsetar afhentu
prófskírteini. Að lokum söng Háskólakór-
inn undir stjórn Árna Harðarsonar.
Stofnun Tæknigarðs hf.
Miðvikudaginn 15. apríl 1987 var haldinn
stofnfundur nýs hlutafélags, Tæknigarðs
hf. Félaginu er ætlað að reisa hús undir
tæknigarð fyrir rafeindatækni, tölvutækni
og upplýsingatækni. Mun húsið rísa á lóð
Háskóla íslands í nánd við byggingar
Raunvísindastofnunar háskólans og verk-
fræðideildar.
Hluthafar Tæknigarðs hf. eru sem hér
segir (hlutafé hvers og eins innan sviga):
Próunarfélag íslands hf. (2 millj.), Reykja-
víkurborg (1 millj.), Háskóli íslands (1
millj.), Tækniþróun hf. (750 þús.) og Félag
íslenskra iðnrekenda (250 þús.). Hlutafé er
því alls 5 milljónir króna. Auk þess sam-
þykkti Reykjavíkurborg að lána allt að 49
millj. króna til byggingar hússins. Á móti
munu aðilar atvinnulífsins leggja fram láns-
fé allt að 16 millj. kr.
Forsaga málsins, Tœkniþróun hf.
Vorið 1984 ræddi háskólaráð tillögur þá-
verandi rektors, Guðmundar Magnússon-
ar, um aðild Háskóla Islands að eflingu
hátækniiðnaðar í landinu og stofnun þró-
unarfyrirtækis, og var að lyktum afráðið að
stofna fyrirtæki til þess að vinna að þessum
markmiðum. Fékk háskólinn heimild í lög-
um til þess að taka þátt í stofnun hlutafé-
laga sem vinna að rannsóknum og þróunar-
starfsemi. Var Tœkniþróun hf. stofnuð 25.
ágúst 1985.Háskóli íslands á þriðjung
hlutafjár í Tœkniþróun hf, Eimskipafélag
íslands á þriðjung, og Félag ísl. iðnrekenda
og nokkur aðildarfélög þess eiga samtals
þriðjung.
Hefur félagið að markmiði að styrkja
rannsóknaverkefni við háskólann í því
skyni að þau verði að markaðsvöru og
skapi atvinnu.
Sumarið 1986 hóf stjórn Tœkniþróunar
hf. að kanna möguleika á að reisa tækni-
garð á lóð háskólans. Sýndi borgarstjórinn
í Reykjavík málinu mikinn áhuga frá upp-
hafi, og tókst samstarf Reykjavíkurborgar
og Háskóla íslands um málið. Sem fyrr
segir, var stofnað fyrirtæki, Tœknigarður
hf., í þeim tilgangi að reisa hús og reka þar
starfsemi.
Tilgangur
I húsinu verður komið upp sambýli
stofnana er vinna á þeim sviðum sem hér
um ræðir. Verður hluti hússins leigður
fyrirtækjum á sviði upplýsingaiðnaðar, raf-
eindatækni og tölvutækni. Einnig mun
Reiknistofnun háskólans fá þar inni ásamt
öðrum rannsóknastofnunum og þjónustu-
stofnunum háskólans á upplýsingasviði. Pá
mun ráðgjafaþjónustu Iðntæknistofnunar á
rafeinda- og tölvusviði verða boðin þar
aðstaða.
Bygging hússins og rekstur
Rekstur Tæknigarðs verður með þeim
hætti að allir sem þar vistast munu greiða
leigu. Pann hluta stofnkostnaðar sem tekj-
ur félagsins hrökkva ekki fyrir mun háskól-
inn greiða, og mun hann því að lyktum
eignast húsið á hagstæðum kjörum.
Verkfræðideild og raunvísindadeild hef-
ur skort húsnæði fyrir þá viðbót á rann-
sóknarstarfsemi og þróunarstarfsemi sem
orðið hefur á liðnum árum. Hefur þurft að
leigja húsnæði í nálægum húsum fyrir þró-
un á kerfum fyrir útgerð og fiskvinnslu.
Með byggingu Tæknigarðs mun rætast úr
þessu. Þá er þess vænst að fyrirtæki sem
vilja nýta sér tæki og sérfræðiþjónustu há-
skólans vilji fá inni í Tæknigarði.
1) Sjá Árbók H.í. 1982-1984, bls. 96, og Árbók 1984-1985, bls. 180-181.