Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 19
Ræður rektors Háskóla íslands
17
endur í stórkostlegri atvinnubyltingu sem
vonandi leiðir til aukinnar farsældar lands-
manna. Þekkingin er alþjóðleg markaðs-
vara. Því munu tækifæri til arðbærra starfa
erlendis fara vaxandi og þá jafnframt sú
freisting að setjast að ytra fyrir fullt og allt.
Það er eðlilegt ungu fólki að sækja á
brattann, að reyna mátt sinn og megin,
bæði í líkamlegum og andlegum íþróttum.
Góð og gagnleg reynsla fæst með þessu
móti. Gleymið samt ekki skyldum ykkar
við ættjörðina. Snúið heim tímanlega og
látið ekki freistast til að dveljast erlendis of
lengi. Ykkar bíða hér ærin verkefni, og
miklið ekki fyrir ykkur erfiðleikana, á þeim
er unnt að sigrast. Hafa má hugfast að öll
meistaraverk virðast óframkvæmanleg í
upphafi. Þeir hafa sigurmáttinn sem hafa
trúog sannfæringu, hafa eldmóðinn. Fram-
tíðin byggir á trúmennsku samtíðarinnar, á
trúmennsku okkar sjálfra.
Kæru kandídatar, Háskóli íslands er
stoltur af ykkur og við væntum mikils af
ykkur. Við þökkum ykkur samstarfið og
samveruna á liðnum árum og óskum ykkur
og aðstandendum ykkar hamingju og
heilla. Guð veri með ykkur.
Háskólahátíð 28. júní 1986
Menntamálaráðherra, Sverrir Hermanns-
son, kœru kandídatar og gestir, góðir sam-
starfsmenn!
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin á há-
skólahátíð 1986, er við lítum yfir líðandi
starfsár og afhendum kandídötum próf-
skírteini.
A þessu ári fögnum við 75 ára afmæli
Háskóla íslands, en háskólinn var settur
17. júní 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðs-
sonar. Kennsla hófst í Alþingishúsinu um
haustið.
Háskólinn mun gangast fyrir hátíðar-
höldum í október n.k. í tilefni af afmælinu.
Laugardaginn 4. október verður hátíðar-
samkoma og munu deildir háskólans út-
nefna heiðursdoktora, innlenda og er-
lenda.1’ Einnig mun háskólinn hafa opið
hús og kynna starfsemina undir leiðsögn
kennara og stúdenta. Sérstök rit verða gef-
lr> út í tilefni af afmælinu, og sýndar verða
kynningarmyndir um starfsemi háskólans
nú, svo og heimildarmynd um þróun há-
skólans fyrstu þrjá áratugina. íslenska
þjóðin þarf að kynnast betur háskóla sín-
um, hún þarf að læra að meta og nýta það
afl sem hún á í þeirri stofnun.
í upphafi háskólaárs, 15. september s.l.,
urðu rektoraskipti, er Guðmundur Magn-
ússon prófessor lét af rektorsembætti eftir
sex ára þjónustu. Hann ruddi braut ýmsum
nýjungum, m.a. þátttöku háskólans í stofn-
un hátæknifyrirtækja, og er Tækniþróun
h.f. fyrsta fyrirtækið af þessum toga. Þökk-
um við Guðmundi Magnússyni farsæla for-
ystu.
Starfsemi háskólans þróast og vex ár frá
ári í samræmi við kröfur tímans. Á þessu
háskólaári eru skráðir til náms 4565 stúd-
entar, þar af 1951 nýstúdent, en útskrifaðir
verða 535 kandídatar alls. Fjárveitingar til
háskólans árið 1986 eru 513 milljónir króna,
og sértekjur eru 117 milljónir króna, þar af
85 milljónir króna frá Happdrætti háskól-
ans. Tekjur af happdrættinu standa enn að
verulegum hluta undir byggingarfram-
kvæmdum háskólans.
Nú er verið að undirbúa innréttingu á
húsi læknadeildar, en framkvæmdir þar
hafa legið niðri árum saman. Framkvæmd-
1) Ræöa rektors viö það tækifæri er prentuð í 3. kafla hér á eftir, á bls. 34-40.