Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 37
75 ára afmælishátíð Háskóla íslands
35
með lýðveldisstofnun 17. júní 1944, því að
varðveisla sjálfstæðis krefst stöðugrar
sóknar. Háskóli Islands gegnir mikilvægu
hlutverki í baráttu þjóðarinnar fyrir menn-
ingarlegu, efnahagslegu og stjórnmálalegu
sjálfstæði.
A þessum tímamótum lítum við fyrst yfir
farinn veg en síðan fram á leið. Við minn-
umst þeirra manna sem ruddu brautina, við
minnumst þeirra fyrir framsýni, kjark og
þrautseigju. Atburðir slíkir sem stofnun
háskóla hjá fámennri og fátækri þjóð verða
ekki af sjálfu sér eða fyrir nein söguleg
lögmál. Slíkir hlutir gerast aðeins með at-
orku og baráttu margra manna, og stönd-
um við í þakkarskuld við þá.
Fyrstu hugmyndir um slíkan skóla á ís-
landi koma fram í ritgerð eftir Baldvin Ein-
arsson árið 1828 og í ritlingi eftir Tómas
Sæmundsson 1832. í fyrsta árgangi Fjölnis
1835 nefnir Tómas háskóla meðal þeirra
fjögurra húsa sem hann hugsar sér í fram-
tíðinni við Austurvöll og verði hjarta
Reykjavíkur. Jón Sigurðsson fjallar í Nýj-
um félagsritum árið 1842 um skóla á Is-
landi. Hann stingur upp á samræmdu
skólakerfi fyrir allt landið og vísi að há-
skóla sem lagaður væri eftir þörfum þjóðar-
■nnar og síðan aukinn smám saman. Á hinu
fyrsta endurreista alþingi 1845 flytur Jón
hænarskrá um þjóðskóla á íslandi, sem
m-a. átti að annast um menntun embættis-
manna landsins. Bænarskráin var samin af
Jóni og undirrituð af 24 stúdentum og
kandídötum í Kaupmannahöfn.
Bænarskráin um þjóðskóla flýtti fram-
kvæmdum í skólamálum og stofnun emb-
sttismannaskóla sem urðu undanfari Há-
skóla íslands. Prestaskóli var stofnaður
1847, læknaskóli 1876 og lagaskóli var
stofnaður 1908.
Fyrsta frumvarp til laga um stofnun há-
skóla á íslandi bar Benedikt Sveinsson
Iram á Alþingi 1881. Málið var samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta í neðri deild,
en í efri deild var það svæft í nefnd. Há-
skólafrumvarpið var flutt í ýmsum mynd-
um á Alþingi 1883, 1885, 1891 og 1893. Á
þinginu 1893 hlaut háskólafrumvarpið sam-
þykki beggja þingdeilda og var afgreitt sem
lög, en konungur synjaði staðfestingar á
þeim.
Háskólamálið kom aftur til umfjöllunar
á Alþingi 1907, og var samþykkt þings-
ályktunartillaga í neðri deild þess efnis að
skora á landstjórnina að endurskoða lögin
um embættismannaskólana og semja frum-
varp um stofnun háskóla, sem yrði lagt
fyrir Alþingi 1909. Hannes Hafstein ráð-
herra varð við áskorun Alþingis og bjó mál-
ið undir næsta þing. Háskólafrumvarpið
var samþykkt af Alþingi og afgreitt sem lög
og staðfest af konungi 30. júlí 1909. Á Al-
þingi 1911 var veitt fé til háskólans á fjárlög-
um og ákvað Alþingi að Háskóli Islands
skyldi settur 17. júní 1911 á aldarafmæli Jóns
Sigurðssonar, en þjóðin á það Jóni Sigurðs-
syni öðrum fremur að þakka að ráðist var í
slíka framkvæmd. Jón Sigurðsson var eng-
um öðrum líkur að framsýni, starfsorku og
viljastyrk. Kenning hans var einföld, hann
taldi að frelsi og þekking væru drifkraftur
og forsenda framfara og velsældar.
Hvernig vegnaði svo hinum nýja háskóla
þegar draumurinn um hann var orðinn að
veruleika? Pað furðulega gerist að þetta
óskabarn þjóðarinnar verður olnbogabarn
í nærri þrjá áratugi. Háskólinn var í upphafi
af vanefnum búinn og því var nauðsyn að
efla hann skjótt og skörulega. Þeirri skyldu
brást þing og stjórn um langan aldur. Eftir
nærri þrjá áratugi var háskólinn enn hús-
næðislaus, fáliðaður og fátækur. Háskólinn
var til húsa á neðri hæð Alþingishússins til
bráðabirgða í 29 ár.
í sögu Háskóla íslands sem út var gefin í
tilefni af 50 ára afmæli háskólans 1961 lýsir
Guðni Jónsson þessum fyrstu áratugum í
sögu háskólans sem tímabili kyrrstöðu, aft-
urfarar og niðurlægingar en ekki tíma vaxt-
ar og þroska sem vænta mátti. Hin venju-