Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 136
126
Árbók Háskóla íslands
hann í Skotlandi, og lengstum var hann
kenndur við uppeldislandið og líkaði vel.
Sigurður átti glæsilegan námsferil í lækna-
deild, lauk góðu kandídatsprófi vorið 1952.
Hann hóf læknisferil sinn hérlendis, eins
og þá var títt, við héraðslæknisstörf, á
Blönduósi, í Keflavík og á Breiðumýri.
Fara þá þegar lofsamlegar sögur af honum
sem góðum og atorkusömum lækni.
Sigurður hafði þegar fyrir kandídatspróf
ák veðið að hann skyldi hasla sér völl í þeirri
sérgrein læknisfræðinnar, sem varð lífsstarf
hans, kvensjúkdóma- og fæðingafræði.
Framhaldsnám sitt hóf hann í Bretlandi á
árinu 1953, dvaldist þar til 1956, er hann
hvarf aftur hingað til lands og tók við starfi
á fæðingardeild Landspítalans, en þar var
hann starfandi læknir næstu fjögur árin. Að
þeim loknum hélt hann enn til Bretlands,
og þá til ársdvalar í Skotlandi, en síðan lá
leiðin til Svíþjóðar, þar sem hann dvaldist
samfleytt frá 1961 til 1974, lengst af á há-
skólasjúkrahúsinu í Umeá, og vann sem
vænta má mest í sérgreinum sínum, auk
viðaukanáms í þýðingarmiklum hliðar-
greinum. A þessu tímabili hafði Sigurður
stofnað fjölskyldu: 1956 kvæntist liann
Audrey Douglass, hjúkrunarfræðingi frá
Newcastle í Englandi, og þau áttu saman
fimm börn, fjórar dætur og einn son, sem
nú eru öll uppkomin og komin til þroska og
virðinga. í Umeá má segja að fjölskyldan
hafi fest rætur, enda ávann Sigurður sér þar
mikla reynslu, auk virðingar og trausts.
Hann var kennari í fæðingarfræði og að-
stoðarprófessor árin 1964—1974. í Umeá
vann Sigurður talsvert að vísindalegum
rannsóknaverkefnum, meðal annars því
verketni, sem hann lagði fram og varði sem
doktorsritgerð 1973: Placental Alkaline
Phosphatase: Relationship to Spontaneous
Abortion and Complications of Pregnancy.
Á árinu 1974 sækir Sigurður loks um sér-
fræðingsstöðu við fæðingardeild Landspít-
alans, sem þá hét svo, en síðar kvenna-
deild. Jafnframt varð hann þá lektor í fæð-
ingar- og kvensjúkdómafræðum við
læknadeild. Er prófessorsembætti losnaði
við deildina 1975, sótti Sigurður um emb-
ættið og var veitt það frá miðju ári 1975, og
hafði því starfað í rétt tíu ár sem forstöðu-
læknir kvennadeildarinnar er hann féll frá.
Sigurður gekk að skipulags- og stjórnar-
störfum sínum fyrir kvennadeildina og
kennslu- og rannsóknarstörfum í sérgrein
sinni með sömu elju og atorku sem öllum
öðrum störfum gegnum tíðina. Hann var
ávallt mjög vinsæll kennari og hafði mjög
næmt eyra og auga fyrir því sem kæmi að
sem bestum notum, jafnt við kennslu, und-
irbúning vísindaverkefna og í alntennri
stjórnun. Hvað varðar kennsluna held ég
að Sigurður hafi verið einna fyrstur til þess
að gera vel formaðar og nákvæmar mark-
lýsingar fyrir stúdentana, bæði í verklegu
og bóklegu námi, svo nákvæmar að sumum
þótti e.t.v. stundum farið of smátt í atriðin.
Hins vegar veit ég, að öll þau störf Sigurð-
ar, sem önnur, hafa orðið deildinni al-
mennt til mikils gagns og gætir m.a. að
nokkru ennþá í þeirri endurskoðun og end-
urmati námstilhögunar, sem nú fer fram
innan deildarinnar.
Það var ekki nema eðlilegt, að Sigurður
veldist til trúnaðar- og ábyrgðarstarfa inn-
an Háskólans sem annars staðar.
Sigurður var ekki aðeins vel þekktur og
vel metinn meðal íslenskra starfsbræðra,
heldur ekki síður á vettvangi kollega sinna
bæði á Norðurlöndum og í Bretlandi. Með-
al þeirra viðurkenninga, sem honum hlotn-
uðust, held ég að hann hafi metið einna
mest er hann var kjörinn heiðursfélagi í
hinu vel metna breska Royal College of
Gynecology and Obstetrics, 1984. Pað var
því vel við hæfi, er læknadeild og háskólinn
vildu heiðra þennan mæta háskólaborgara
með minningarfyrirlestri, að til þess valdist
forseti Royal College of Gynecology and
Obstetrics, McNaughton prófessor, og var
sá minningarfyrirlestur haldinn í nóvember