Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 26
24
Árbók Háskóla íslands
viðhorf og verðmætamat taka á sig nýja
mynd með aldri, reynslu og þroska.
Skóli lífsins getur verið harður, og prófin
þar eru oft þung og óvægin, en hann verður
eigi umflúinn. Þú átt að vera sjálfbjarga á
þann veg að þú getir sjálfur leitað frekari
þekkingar eftir þörfum. Símenntun verður
eðlilegur þáttur í lífi þínu, því hraðar breyt-
ingar í viðskiptum, tækni og vísindum
munu krefjast þess af þér, knýja þig til þess.
Þín bíða mörg erfið og skemmtileg verk-
efni. Ég vona að þú njótir þess að ganga á
brattann og finnir ánægjuna af vel unnu
verki, ánægju af því að sigrast á erfiðleik-
um. Við leitum öll Iffshamingjunnar með
ýmsu móti. Ég vona að þér auðnist að finna
hamingjuna og deila henni með öðrum.
Við óskum ykkur öllum velfarnaðar, og við
erum stolt af ykkur en væntum jafnframt
mikils af ykkur í framtíðinni. Guð veri með
ykkur.
Brautskráning kandídata 28. febrúar 1987
Kœru kandídatar!
Þið urðuð hér vitni að því að lýst var kjöri
heiðursdoktora, en með slíku kjöri veitir
Háskóli íslands virtum fræðimönnum við-
urkenningu og þá sæmd sem þeir verð-
skulda fyrir frábæran árangur í starfi. Hið
akademíska samfélag er alþjóðlegt samfé-
lag. Viðfangsefni vísindanna eru alþjóðleg
og ekki eign einnar þjóðar. Jafnvel íslensk
fræði eru alþjóðleg fræði, viðfangsefni vís-
indamanna víða um lönd.
Það hefur verið hlutverk háskóla um ald-
ir að varðveita þekkingu, miðla henni og
afla nýrrar þekkingar. Hlutverk háskóla er
jafnframt varðveisla menningararfs liðinna
kynslóða, að varðveita það besta sem hefur
verið hugsað, skrifað og skapað.
Merkasti menningararfur okkar islend-
inga er vafalítið fornbókmenntir okkar,
sem eru óþrjótandi uppspretta nýrra við-
fangsefna, nýrra rannsókna og túlkunar.
Fornbókmenntir okkar hafa löngum verið
viðfangsefni alþýðu, fræðimanna og
skálda. Hlustum á skáldið frá Fagraskógi
lýsa sögu fornritanna í kvæði sínu íslensku
handritin:
Þeir slátruðu kálfum, eltu skorpin skinn
og skráðu á letur, mikil og ægifögur.
Fræðimenn skáru fjaðurpenna sinn
í fannbörðu hreysi norður við ystu gjögur.
Þar krotuðu bræður við kolunnar glæður
kvæði og ættarsögur.
Lengi bárust ritin frá manni til manns,
við mánaglætuna lesin oft og víða.
Þau voru eini fjársjóður fátæks lands
í forlagastormum myrkvaðra hungurtíða.
Sagnanna andi var sviknu landi
sólskin og veðurblíða.
í hundruð ára lágu þau glötuð og gleymd
í gömlum skápum, þakin myglu og ryki.
í muna fólksins var minning þeirra geymd,
mörg er þar sagan og ljóðið enn á kviki.
Af gömlum nöfnum í nýjum söfnum
slær norðurljósanna bliki.
Skáldið lýsir enn fremur þeirri von sinni
að handritin nái heim, og varð sú von að
veruleika.
Háskólar varðveita ekki aðeins fornan
menningararf. Þeir hafa þann starfa að
flytja ungri kynslóð nýjan arf, bæði þjóð-
legan arf og alþjóðlegan þekkingararf.
Stöðugt er leitað nýrrar þekkingar og skiln-
ings, leitað nýrra leiða til framfara og betra
mannlífs. Þið hafið í námi ykkar notið af-
raksturs þessa starfs og náð mikilvægum
árangri.