Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 67
Doktorspróf. Formálar að heiðursdoktorskjöri
57
manna á íslenskum miðaldabókmenntum,
einkum íslendingasögum, og hefur átt stór-
an þátt í þeirri grósku sem orðið hefur í
ástundun íslenskra fræða í Bandaríkjun-
um.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér sæmdarauka að heiðra Theodore And-
ersson með titlinum doctor philosophiae
honoris causa. Sé það góðu heilli gjört og
vitað.
Oscar Bandle er fæddur 11. janúar 1926.
Hann hefur í mörg ár verið prófessor í nor-
rænum málum við tvo háskóla, í Ziirich og
Basel. Hann kom ungur til íslands og lærði
tungu okkar, en auk þess er hann mæltur á
önnur norðurlandamál. Flest aðalverk
hans fjalla um íslensk fræði eða tengjast
þeim. Hann hefur meðal annars rannsakað
ítarlega málfar Guðbrandsbiblíu. Þá hefur
hann fengist við rannsóknir á skyldleika
norðurlandamála og gert samanburð á
staðanöfnum og mállýskum, og auk þess
birt margar ritgerðir um norrænar tungur
og bókmenntir. Árið 1973 gaf hann út mik-
ið rit um norðurlandamál. Var það fyrsta
bindið í mikilli röð vísindarita sem hann
hefur stýrt með samverkamönnum sínum,
en 15. bindið er nú nýkomið út.
Oscar Bandle hefur verið öndvegismað-
ur norrænna fræða í Sviss og hinum þýsku-
mælandi heimi.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér sæmdarauka að heiðra Oscar Bandle
með titlinum doctor philosophiae honoris
causa. Sé það góðu heilli gjört og vitað.
Peter Foote er fæddur 26. maí 1924.
Hann lauk mastersprófi frá University Col-
lege í Lundúnum 1951 og stundaði síðan
nám við Háskóla íslands veturinn 1953-
W54, en starfaði síðan við University Col-
lege í Lundúnum, þar sem hann var pró-
fessor frá 1963 til 1983. Peter Foote hefur
ritað margt um íslensk fræði og gert ýmsar
merkar athuganir. Hann hefur meðal ann-
ars fengist við rannsóknir á mörgum ís-
lenskum fornritum og menningu víkinga-
aldar og þar með á tengslum Norðurlanda
og Bretlandseyja. Þá hefur hann samið
fjölda ritgerða um önnur efni auk formála
að enskum þýðingum íslenskra fornsagna.
Hann hefur um langt skeið verið mestur
ráða- og framkvæmdamaður í Viking
Society for Northern Research, enda ritari í
því félagi frá árinu 1956 til ársins 1982.
Peter Foote hefur verið forystumaður ís-
lenskra fræða í Englandi á síðari árum.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér sæmdarauka að heiðra Peter Foote með
titlinum doctor philosophiae honoris
causa. Sé það góðu heilli gjört og vitað.
Hermann Pálsson er fæddur 26. maí
1921. Hann lauk cand. mag.-prófi frá Há-
skóla íslands 1947, en doktorsprófi í bók-
menntum frá Edinborgarháskóla 1980 og
er prófessor við sama skóla. Hermann hef-
ur birt margar bækur og fjölda ritgerða,
aðallega um íslenskar fornbókmenntir, en í
ritum sínum leggur hann mikla áhersju á að
sýna tengsl íslenskra fornbókmennta við
evrópskar miðaldabókmenntir. Rann-
sóknir hans, meðal annars á Hrafnkels
sögu, Grettlu og Njálu, hafa vakið mikla
athygli. Þá hefur Hermann verið mikill
frömuður íslenskra bókmennta í hinum
enskumælandi heimi. Með þýðingum sín-
um á íslenskum fornritum á enska tungu
hefur hann kynt undir áhuga á hinum fornu
ritum og borið hróður þeirra víða. Hann
skipulagði alþjóðlegt fornsagnaþing í Edin-
borg 1971, en slík þing hafa síðan verið
haldin á þriggja ára fresti í ýmsum löndum.
Hann var kjörinn fyrsti forseti hins nýstofn-
aða alþjóðlega fornsagnafélags árið 1982.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér sæmdarauka að heiðra Hermann Páls-
son með titlinum doctor philosophiae hon-
oris causa. Sé það góðu heilli gjört og vitað.