Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 40
38
Árbók Háskóla íslands
endum vel undirbúnum fyrir næsta áfanga.
Hér er þörf aukins samstarfs og samstilling-
ar á verkum og væntingum í skólakerfinu.
Háskólanum er nauðsyn að auka sam-
starf við framhaldsskólana. Kennurum og
nemendum framhaldsskólanna þarf að
vera ljóst hvaða kröfur háskólinn gerir til
nýstúdenta. Kröfur um almenna undir-
stöðumenntun þurfa að vera skýrar svo og
sérkröfur einstakra háskóladeilda ef slíkar
eru fyrir hendi. Unnið er að þessu verkefni
af Kennslumálanefnd háskólans undir for-
ystu Þorsteins Vilhjálmssonar dósents.
Eðlilegt er að háskólinn hafi náið sam-
starf við aðra skóla á háskólastigi í þeirri
viðleitni að auka fjölbreytni í námsfram-
boði og efla verkmenntun og styttra fag-
nám. Aukin þörf er fyrir stutt og hagnýtt
nám að loknu stúdentsprófi. Slíkt nám get-
ur hentað ýmsum nemendum betur en hið
hefðbundna háskólanám, og það gæti jafn-
framt hentað betur ýmsum atvinnugrein-
um. Slíkt nám mætti skipuleggja þannig að
kostur væri á frekara námi við Háskóla
íslands.
Endurmenntun verður vaxandi í Há-
skóla Islands, og ríkari áhersla verður lögð
á símenntun og almenningsfræðslu, t.d.
með fjarkennslu og jafnvel „opnum há-
skóla“.
Fjarkennsla á vegum Háskóla íslands
hefst nú á þessu hausti með námskeiði til
kennsluréttinda fyrir réttindalausa kenn-
ara. Undirbúning þessa starfs annast Fjar-
kennslunefnd háskólans undir forystu Jóns
Torfa Jónassonar dósents. Þörf fyrir aukna
menntun vex ört, og kröfur um bætta þjón-
ustu á þessu sviði fara vaxandi svo og kröf-
ur um sveigjanlegra nám og nám með
starfi. Góð almenn menntun og aukin sí-
menntun eru forsendur fyrir frekari hag-
nýtingu þekkingar á flestum sviðum at-
vinnulífs. Atvinnulíf framtíðarinnar gerir
harðari kröfur til þekkingar og þjálfunar í
nýjum tæknigreinum. Nauðug viljug verð-
um við samkeppnisaðilar í úrvinnsluiðn-
aði, þekkingariðnaði og hátækniiðnaði.
Háskóli íslands er æðsta menntastofnun
allra landsmanna. Við verðum að búa okk-
ur undir aukna fjarkennslu og jafnvel „op-
inn háskóla", þar sem nemendum er veitt
margvísleg menntun án tillits til aldurs, bú-
setu eða fyrri menntunar. Með aðstoð út-
varps og sjónvarps, myndbanda- og tölvu-
tækni er unnt að færa skólann til nemand-
ans hvar sem er á landinu. Aþennan hátt er
einnig unnt að veita betri menntun hverj-
um sem er og hvar sem vera skal, hvort
heldur það er iðnfræðsla eða búnaðar-
fræðsla, fræðsla um fiskvinnslu eða fisk-
rækt, tækni eða vísindi.
Með fjarkennslu og markvissum stuðn-
ingi við starf fjölbrautaskóla og verk-
menntaskóla er unnt að koma nokkuð til
móts við þarfir landsbyggðarinnar og þarfir
atvinnulífsins. Menntunarþörf atvinnulífs-
ins er margþætt og síbreytileg, er hún öðr-
um þræði þörf fyrir símenntun starfs-
manna, eldri sem yngri. Oft er deilt um
hvort atvinnulífið eigi að móta menntunina
eða menntunin eigi að móta atvinnulífið.
Hér verður að mætast á miðri leið. Ef at-
vinnulífið á að móta menntunina, þá mið-
ast hún við þarfir atvinnulífsins í dag, sem
innan tíðar er atvinnulíf gærdagsins. Slíkt
leiðir skjótt til stöðnunar í heimi hraðfara
breytinga. Menntunin verður að skapa
traustan og breiðan grunn sem tekur mið af
morgundeginum en jafnframt starfstæki-
færum dagsins í dag. I vaxandi mæli munu
menn afla sér staðgóðrar menntunar í einni
fræðigrein og síðan viðbótarmenntunar í
annarri oft óskyldri grein til að auka færni
sína og þekkingu og bæta jafnframt sam-
keppnisaðstöðuna í atvinnulífinu. Endur-
menntun eða símenntun er nauðsyn nú
þegar og mun þörfin vaxa í náinni framtíð.
Háskóli Islands mun óhjákvæmilega verða
virkari á þessum vettvangi. Menntastefna
Háskóla Islands er í stuttu máli sú að efla
bæði menntun í landinu og þá undirstöðu-