Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 25
Ræður rektors Háskóla íslands
23
ur, hann er ekki lítilsmegnandi dropi í
mannhafi stórþjóðar. Á íslandi eru næg
verkefni til að takast á við. Hér eru mörg
vannýtt tækifæri á ýmsum sviðum atvinnu-
mála og ekki síður á sviði vísinda og rann-
sókna.
Á síðustu tveimur vikum hefur mikið
verið fjallað um Island á erlendum vett-
vangi - um land og þjóð - og vafalítið hefur
sitthvað skolast til að okkar mati. En
hvernig lítum við sjálf á okkur og stöðu
okkar í heiminum? Viljum við fá raunhæfa
mynd af okkur sem þjóð?
ísland hefur um sitthvað sérstöðu, bæði
landið og þjóðin. Alkunn eru hin sérstöku
skilyrði hér til rannsókna í jarðvísindum,
bæði í jarðfræði og jarðeðlisfræði, vegna
eldgosa og jarðskjálfta. Lífríkið er einnig
um margt óvenjulegt. Við höfum lífverur í
hverum landsins og jafnvel á jöklum einn-
ig. Lífríki hafsins og við strendur landsins
er aðeins að hluta rannsakað, en hér kunna
að leynast frekari auðlindir í framtíðinni.
Mikilvægasta auðlind okkar er þó þjóðin
sjálf, þessi þjóð sem hefur náð undraverð-
um árangri, ekki síst hjá síðustu þremur
kynslóðum. Þessa auðlind, þessa þjóð, höf-
um við í raun rannsakað of lítið, og verður
það verðugt viðfangsefni margra ykkar.
Islendingar eru duglegir og afkastamikl-
>r, fljótir að læra og tileinka sér tækninýj-
ungar. íslenskir bændur eru vel tækni-
væddir og svo afkastamiklir að offram-
leiðsla í landbúnaði veldur þungum
áhyggjum. Slíkt hefði þótt óhugsandi áður
fyrr.
Fiskimenn okkar eru svo mikilvirkir og
fiskiskipaflotinn svo stór og vel útbúinn að
menn óttast ofveiði fiskstofna. Þetta þykir
sumum ógnvekjandi en öðrum undursam-
legt.
Þessu er raunar þannig varið á mörgum
sviðum. Við vinnum mikið og afköstum
m>klu, en vandvirknin er að vísu ekki ætíð í
samræmi við vinnuframlagið.
Islensk þjóð og íslenskt þjóðfélag eru
vissulega áhugavert rannsóknaverkefni.
Slíkar rannsóknir munu vafalítið vekja at-
hygli á alþjóðavettvangi. Dæmi um slík
verkefni væru heilsufar þjóðarinnar, arf-
gengi sjúkdóma, neysluvenjur og langlífi.
Hvernig má það vera að þjóð sem neytir
bæði mikillar og mettaðrar dýrafitu skuli
vera svona langlíf?
íslenskt þjóðfélag er ekki síður áhuga-
vert rannsóknarefni. Hvernig er stjórn-
málalífi okkar háttað í raun? Er draumur-
inn um lýðræði veruleiki? Sígilt umræðu-
og rannsóknarefni eru menntamálin,
kennsluefni og kennsluhættir. Menn eru
óánægðir með þróun þessara mála víða um
lönd og raunar einnig hér á landi. Mikil-
vægasti þátturinn er vel mönnuð kennara-
stétt. Ef kennarastéttin missir sjálfsvirð-
ingu sína og metnað, þá missir hún virðingu
annarra og stuðning. Það er auðveldara að
telja kjarkinn úr fólki en í. Barlómur og
kveinstafir stéttarfélaga er vandmeðfarið,
tvíeggjað vopn, það skaðar oft meira þann
sem á heldur en hinn sem að er beint.
Kœri kandídat!
Háskólanámið opnar þér margar dyr og
greiðir götu þína á marga vegu. Veganestið
sem þú átt að hafa frá háskóla þínum er
alhliða og traust undirstöðumenntun í
fræðigreininni, kunnátta og færni sem gerir
þér kleift að afla þér þeirrar sérhæfðu þjálf-
unar sem hin ýmsu störf krefjast. En há-
skólamenntunin verður aldrei þannig til-
sniðin að hún henti sem hanski á hönd
hverrar atvinnugreinar. Atvinnulífið er
mjög fjölþætt og menntunarþarfirnar ólík-
ar ef taka á mið af beinni starfsþjálfun.
Háskólamenntunin á að veita traustan
þekkingargrunn sem einstaklingurinn
byggir svo á sérhæfðari þekkingu og færni
eftir þörfum og kröfum þeirra verkefna
sem við er að glíma. Þarfir einstaklingsins
breytast stöðugt á starfsferlinum eftir því
sem viðfangsefnin skipast þegar hann þok-
ast upp framabrautina í fyrirtækinu. Lífs-