Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 140
130
Árbók Háskóla íslands
rekstrarfjárveitingar og d) ráðstöfun á
skammtímastöðum (lektorsstöðum). Taldi
hann brýnast að fjalla fyrst um liði c og d.
Fundur var fluttur í Suðurgötu 26 og þar
tekin til umræðu tillaga rektors um endur-
skoðun á stjórnsýslu háskólans. Allir há-
skólaráðsmenn voru sammála um þörf
endurskoðunar og endurbóta á stjórnsýslu
háskólans, bæði hvað snertir deildir og yfir-
stjórn. Víðast væri þörf verulegra úrbóta á
núverandi ástandi. I vinnunefnd til athug-
unar á leiðum til úrbóta voru kjörnir Þórir
Einarsson, formaður, Valdimar K. Jóns-
son, Ásmundur Brekkan, Jónatan Þór-
mundsson og einn fulltrúi stúdenta.
06.11.86 18.12.86
Gerð fjárhagsáætlana
Rektor lagði fram drög að vinnureglum
við gerð fjárhagsáætlana og fjármálastjórn.
í vinnunefnd til að skilgreina frekar þá
þætti, sem ætti að fjalla um við fjármála-
stjórn og gerð fjárhagsáætlana, voru kjörn-
ir Sveinbjörn Björnsson prófessor, formað-
ur, Páll Skúlason prófessor, Valdimar K.
Jónsson prófessor og Stefán Sörensson há-
skólaritari. 20.11.86
Á fundi háskólaráðs 4. des. 1986 lagði
Sveinbjörn Björnsson, formaður Fésýslu-
nefndar, fram svofellda tillögu:
„Háskólaráð beinir þeim tilmælum til
deilda og námsbrauta að þær hefji sem fyrst
undirbúning að gerð kennsluskrár fyrir há-
skólaárið 1987—1988 og fjárhagsáætlun
1988. Drög að námskeiðaskrá og fjárhags-
áætlun þyrftu að berast fyrir 1. febrúar
1987, svo að tími gefist til umfjöllunar inn-
an háskólans áður en fjárlagatillögur 1988
eru sendar ráðuneytinu." Samþykkt sam-
hljóða.
Sveinbjörn Björnsson lagði fram tillögur
að tilhögun fjárlagavinnunnar fram til loka
þessa mánaðar, en þá ber að skila endan-
legum tillögum til Fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunar. Síðan skýrði háskólaritari upp-
haflegar beiðnir og nefndarmenn svöruðu
fyrirspurnum. Tillögur um vinnutilhögun
voru samþykktar. 14.05.87
Reglur fyrir dómnefndir
Teknar voru til umræðu að nýju tillögur
að breytingu á reglugerð háskólans og regl-
um fyrir dómnefndir. Sveinbjörn Björns-
son, form. Vísindanefndar, gerði grein
fyrir breytingum á tillögum sem gerðar
hafa verið. Tillagan um breytingu á reglu-
gerð var borin undir atkvæði með breyting-
um, sem Gaukur Jörundsson hafði lagt til
að gerðar væru, og var hún samþykkt sam-
hljóða. Tillagan um reglur fyrir dómnefnd-
ir var einnig samþykkt samhljóða.
30.01.86
Lagt fram bréf mrn., dags. 15. júlí s.l.
Staðfest hefur verið breyting á reglugerð
Háskóla Islands hvað varðar skipun dóm-
nefnda til mats á hæfi lektora. Frá 15. sept-
ember 1987 gilda sömu reglur um skipun
dómnefnda til mats á hæfi umsækjenda um
prófessorsembætti, dósentsstöður og lekt-
orsstöður. 20.08.87
Reglur um stöðuveitingar o.fl.
Tekin var til umræðu að nýju tillaga að
viðmiðunarreglum fyrir dómnefndir um
kennarastöður. Páll Skúlason lagði fram
bréf frá heimspekideild, dags. 10. þ.m. Er
þar lýst andstöðu deildarinnar við þær til-
lögur sem fyrir liggja.
Jónatan Þórmundsson lýsti efasemdum
sínum um lögmæti þess að skipa prófess-
orum í flokka eða þrep. Taldi hann að
nauðsynlegt væri að leita úrskurðar um það
efni.
Rektor lagði fram svofellda tillögu:
„Háskólaráð samþykkir meðfylgjandi
viðmiðunarreglur fyrir dómnefndir um
kennarastöður. Til viðmiðunar um mat á
virkni í rannsóknum, á kennarastörfum og
öðrum störfum er notaður stigakvarði sem
deild skilgreinir og háskólaráð samræmir
og staðfestir. Háskólaráð ákveður með-
fylgjandi lágmarkskröfur í stigamati í fram-
gangi lektora og dósenta.'1