Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 61

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 61
Doktorspróf. Formálar að heiðursdoktorskjöri 51 Páll Agnar Pálsson er fæddur að Kletti í Reykholtsdal árið 1919. Stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík lauk hann árið 1937 og kandídatsprófi í dýralækning- um frá Landbúnaðar- og dýralæknaháskól- anum í Kaupmannahöfn 1944. Framhalds- nám í sýkla- og meinafræði húsdýra hefur hann stundað við ýmsar stofnanir í Dan- mörku, Svíþjóð og Bretlandi. Hann starf- aði sem sérfræðingur í húsdýrasjúkdómum við Tilraunastöð háskólans í meinafræði að Keldum frá 1948-1956, er hann varð yfir- dýralæknir. Settur forstöðumaður Til- raunastöðvarinnar var hann á árunum 1959-1967. Ásamt embætti yfirdýralæknis hefur hann síðan starfað við þá stofnun við margvíslegar rannsóknir á búfjársjúkdóm- um, einkum sauðfjársjúkdómum. Hinar viðamestu rannsóknir hans á því sviði hafa beinst að hæggengum veirusjúkdómum, og um það efni, sem og um aðrar rannsóknir sínar, hefur hann birt merkar ritgerðir í innlendum og erlendum tímaritum. Af þessum sökum telur Háskóli Islands sér það sæmdarauka að sæma Pál Agnar Pálsson nafnbótinni doctor medicinae hon- °r‘s causa, og sé það góðu heilli gjört og vitað. Heimspekideild Hennar hátign Margrét II Danadrottn- ln8- Það er alkunna að Kaupmannahafnar- háskóli var um langt skeið háskóli íslend- lnga, og það hafa alltaf verið mjög náin menningarleg tengsl milli íslands og Dan- merkur. íslendingar voru minntir á þessi nánu tengsl þegar handritamáli og hand- ötaskilum lauk á farsælan hátt nú á þessu ári. Af þessum sökum telur Háskóli íslands spr það sæmdarauka að heiðra hennar há- hgn Margréti II Danadrottningu með titl- mum doctor philosophiae honoris causa. Sé það góðu heilli gert og vitað. Snorri Hjartarson er fæddur að Hvann- eyri í Borgarfirði árið 1906. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík en hvarf frá námi vegna heilsubrests. Hann var við myndlistarnám í Kaupmannahöfn og Osló 1930-1932 en sneri sér síðan að ritstörfum. Hann var bókavörður við Borg- arbókasafn Reykjavíkur 1939-1943 og yfir- bókavörður þar 1943-1966. Forseti Banda- lags íslenskra listamanna var hann 1957- 1959. Allt frá því að Snorri sendi frá sér fyrstu ljóðabók sína, Kvœði (1944), hefur hann talist í röð allra listfengustu skálda þjóðar- innar, og hróður hans hefur farið vaxandi með hverri bók síðan. Þær eru Á Gnita- heiði, Lauf og stjörnur og Hauströkkrið yfir mér, en fyrir þá bók hlaut hann bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1981. Ljóð Snorra einkenndust frá upphafi af mikilli formfegurð og næmri tilfinningu skáldsins fyrir klassískum íslenskum brag- reglum, sem hann gat nýtt á sérstæðan og persónulegan hátt. Jafnframt tileinkaði hann sér nákvæmt myndmál, sem er eitt helsta einkenni módernista. Má því segja að Snorri hafi sameinað forna hefð og ný- sköpun í íslenskri ljóðagerð. Myndlistar- nám hans setti líka strax í upphafi sterkan svip á ljóð hans og á án efa mikinn þátt í einstæðri túlkun hans á landslagi og nátt- úru. Formskyn Snorra, myndmál hans og litameðferð, og vísanir í sögu, bókmenntir og menningu þjóðarinnar hafa leitt til þess að öll íslensk ljóðlist er með nokkrum hætti lifandi í ljóðum hans. Ást hans á landinu, hófstillt þjóðerniskennd hans og óbrigðult vald hans á íslenskri tungu hafa léð ljóðum hans óvenjusterkan heildarsvip. Það er hin samofna þrenning: land, þjóð og tunga. í síðari tveimur bókunum, og einkum hinni síðustu, verða ljóð Snorra innhverfari, en jafnframt má þar greina viðleitni til að ein- falda ljóðformið en dýpka ljóðhugsunina — segja sem allra mest í sem fæstum orð- um. Pessi mikla fágun og nákvæmni hefur átt mikinn þátt í því að skipa honum meðal allra fremstu skálda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308
Blaðsíða 309
Blaðsíða 310
Blaðsíða 311
Blaðsíða 312
Blaðsíða 313
Blaðsíða 314
Blaðsíða 315
Blaðsíða 316

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.