Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 61
Doktorspróf. Formálar að heiðursdoktorskjöri
51
Páll Agnar Pálsson er fæddur að Kletti í
Reykholtsdal árið 1919. Stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík lauk hann
árið 1937 og kandídatsprófi í dýralækning-
um frá Landbúnaðar- og dýralæknaháskól-
anum í Kaupmannahöfn 1944. Framhalds-
nám í sýkla- og meinafræði húsdýra hefur
hann stundað við ýmsar stofnanir í Dan-
mörku, Svíþjóð og Bretlandi. Hann starf-
aði sem sérfræðingur í húsdýrasjúkdómum
við Tilraunastöð háskólans í meinafræði að
Keldum frá 1948-1956, er hann varð yfir-
dýralæknir. Settur forstöðumaður Til-
raunastöðvarinnar var hann á árunum
1959-1967. Ásamt embætti yfirdýralæknis
hefur hann síðan starfað við þá stofnun við
margvíslegar rannsóknir á búfjársjúkdóm-
um, einkum sauðfjársjúkdómum. Hinar
viðamestu rannsóknir hans á því sviði hafa
beinst að hæggengum veirusjúkdómum, og
um það efni, sem og um aðrar rannsóknir
sínar, hefur hann birt merkar ritgerðir í
innlendum og erlendum tímaritum.
Af þessum sökum telur Háskóli Islands
sér það sæmdarauka að sæma Pál Agnar
Pálsson nafnbótinni doctor medicinae hon-
°r‘s causa, og sé það góðu heilli gjört og
vitað.
Heimspekideild
Hennar hátign Margrét II Danadrottn-
ln8- Það er alkunna að Kaupmannahafnar-
háskóli var um langt skeið háskóli íslend-
lnga, og það hafa alltaf verið mjög náin
menningarleg tengsl milli íslands og Dan-
merkur. íslendingar voru minntir á þessi
nánu tengsl þegar handritamáli og hand-
ötaskilum lauk á farsælan hátt nú á þessu
ári.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
spr það sæmdarauka að heiðra hennar há-
hgn Margréti II Danadrottningu með titl-
mum doctor philosophiae honoris causa.
Sé það góðu heilli gert og vitað.
Snorri Hjartarson er fæddur að Hvann-
eyri í Borgarfirði árið 1906. Hann stundaði
nám við Menntaskólann í Reykjavík en
hvarf frá námi vegna heilsubrests. Hann
var við myndlistarnám í Kaupmannahöfn
og Osló 1930-1932 en sneri sér síðan að
ritstörfum. Hann var bókavörður við Borg-
arbókasafn Reykjavíkur 1939-1943 og yfir-
bókavörður þar 1943-1966. Forseti Banda-
lags íslenskra listamanna var hann 1957-
1959.
Allt frá því að Snorri sendi frá sér fyrstu
ljóðabók sína, Kvœði (1944), hefur hann
talist í röð allra listfengustu skálda þjóðar-
innar, og hróður hans hefur farið vaxandi
með hverri bók síðan. Þær eru Á Gnita-
heiði, Lauf og stjörnur og Hauströkkrið
yfir mér, en fyrir þá bók hlaut hann bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1981.
Ljóð Snorra einkenndust frá upphafi af
mikilli formfegurð og næmri tilfinningu
skáldsins fyrir klassískum íslenskum brag-
reglum, sem hann gat nýtt á sérstæðan og
persónulegan hátt. Jafnframt tileinkaði
hann sér nákvæmt myndmál, sem er eitt
helsta einkenni módernista. Má því segja
að Snorri hafi sameinað forna hefð og ný-
sköpun í íslenskri ljóðagerð. Myndlistar-
nám hans setti líka strax í upphafi sterkan
svip á ljóð hans og á án efa mikinn þátt í
einstæðri túlkun hans á landslagi og nátt-
úru. Formskyn Snorra, myndmál hans og
litameðferð, og vísanir í sögu, bókmenntir
og menningu þjóðarinnar hafa leitt til þess
að öll íslensk ljóðlist er með nokkrum hætti
lifandi í ljóðum hans. Ást hans á landinu,
hófstillt þjóðerniskennd hans og óbrigðult
vald hans á íslenskri tungu hafa léð ljóðum
hans óvenjusterkan heildarsvip. Það er hin
samofna þrenning: land, þjóð og tunga. í
síðari tveimur bókunum, og einkum hinni
síðustu, verða ljóð Snorra innhverfari, en
jafnframt má þar greina viðleitni til að ein-
falda ljóðformið en dýpka ljóðhugsunina
— segja sem allra mest í sem fæstum orð-
um. Pessi mikla fágun og nákvæmni hefur
átt mikinn þátt í því að skipa honum meðal
allra fremstu skálda.