Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 311
Starfsemi Verkfræðistofnunar Háskóla íslands 1983-1986
301
orma á tölvuskermi til að auðvelda gæða-
eftirlit. Verkefnið er enn í fullum gangi árið
1986 og óvíst hvenær því lýkur. Fjármögn-
un er m.a. úr Vísindasjóði, Rannsókna-
sjóði HÍ, fjárveitingu VHÍ o.fl.
Fjarkönnun
Fjarkönnun (remote sensing) er grein
hagnýtra vísinda sem hefur fengið gífurlega
útbreiðslu hin síðari ár. Hér er um að ræða
alls kyns kannanir á yfirborði jarðar sem
gerðar eru úr tækjum hátt yfir yfirborði
jarðar, t.d. úr gervitunglum, flugvélum
o.s.frv. Margvíslegar upplýsingar má fá úr
gögnum sem aflað er í slíkum tækjum.
Við Upplýsinga- og merkjafræðistofu
VHÍ eru ýmsar rannsóknir í gangi sem
tengjast fjarkönnun. Þær eru fjármagnaðar
af Vísindasjóði, Rannsóknasjóði HÍ og op-
inberum fjárveitingum.
Rannsóknir á vindi og jarðskjálftum
Allumfangsmikil rannsóknarverkefni á
ofangreindum sviðum eru stöðugt í gangi
hjá Aflfræðistofu VHÍ. Rannsóknum þess-
um stjórnar Ragnar Sigbjörnsson, lic.
techn., og ýmsir sérfræðingar vinna með
honum. Margvíslegar grunnrannsóknir
varðandi vindinn hafa verið gerðar og
margar rannsóknarskýrslur komið út. Ým-
is sérhæfður tæknibúnaður hefur verið
hannaður til margvíslegra mælinga á vindi,
og fullkominn gagnaskráningabúnaður
hefur verið notaður, þar sem nýjustu tækni
er beitt.
Mælingar á jarðskjálftum eru nú gerðar
með sjálfvirkum hröðunarmælum, en tíu
slíkum mælum hefur verið komið fyrir á
Suðurlandsundirlendinu, einkum við
meiriháttar mannvirki, svo sem virkjanir,
brýr o.s.frv. Mælarnir skrá jarðhræringar
sem verða á svæðinu, og fyrstu mæliniður-
stöður hafa nú þegar veitt mikilsverðar
upplýsingar. Tækjabúnaður allur til skrán-
ingar og úrvinnslu gagna er hinn nýtísku-
legasti og tölvutækni beitt til hins ýtrasta.
Önnur rannsóknarverkefni
Mörg önnur sjálfstæð rannsóknarverk-
efni eru í gangi við VHI. Einar B. Pálsson,
fyrrv. prófessor, starfar í Byggingarverk-
fræðistofu að verkefninu Tœkniorðasafn. í
samvinnu við ýmsa aðila utan háskólans er
þar unnið að söfnun og flokkun íslenskra
orða á ýmsum tæknihugtökum í byggingar-
verkfræði. Er þar mikið og vandasamt verk
á ferðinni.
Ýmis önnur rannsóknarverkefni eru í
gangi, misjafnlega langt á veg komin. Hér
verður þó numið staðar að sinni.
Þjónustuverkefni
Þjónustuverkefni, unnin skv. taxta, eru
fjölmörg. Allmörg þeirra tengjast notkun
sérhæfðs tölvu- og hugbúnaðar, m.a. verk-
efni er varða burðarþol og sveiflufræði
mannvirkja. Allmörg verkefni byggjast á
reikningum með „finite element" aðferð
(FEM), m.a. sveiflufræðilegir reikningar á
brúm fyrir Vegagerð ríkisins, burðarþols-
reikningar á ýmsum óvenjulegum burðar-
virkjum o.fl. Mörg þessara verkefna eru
unnin sem trúnaðarmál og niðurstöður
aðeins birtar þeim sem samið hefur verið
við um verkið.
Til þjónustuverkefna má telja stórt verk-
efni sem unnið er fyrir Landsvirkjun og
lýtur að mælingum jarðskjálfta á Suður-
landi og reyndar víðar um land. Þó að hér
sé um samningsbundið verkefni að ræða, er
það að stórum hluta rannsóknarverkefni,
þar sem aflað er nýrrar þekkingar sem
verður geysiverðmæt í framtíðinni. Hér er
um margra ára verkefni að ræða, og um-
sjón með tækjum og úrvinnslu gagna er
umfangsmikið verk og vandasamt.
Starfslið
Fastir kennarar verkfræðideildar eru 17.
Þeir sem þess óska starfa innan Verkfræði-
stofnunar, ýmist að eigin rannsóknarverk-
efnum eða að þjónustuverkefnum. Auk
þess starfa við VHÍ 8—10 sérfræðingar,