Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 36
34
Árbók Háskóla íslands
njóta ríkulegra ávaxta af mikilsverðu starfi Sem vott þakklætis leyfi ég mér að birta
Háskóla Islands. svohljóðandi bréf:
Reykjavík, 3. október 1986
Dr. Sigmundur Guðbjarnason, háskólarektor
Háskóla íslands,
Reykjavík.
ítilefni af75 ára afmœli Háskóla íslands hefur ríkisstjórnin samþykkt að gera
ráðstafanir til að efla rannsóknasjóð háskólans svo sem hér greinir:
Til viðbótar fjárveitingu í fjárlögum 1986 komi sérstakt framlag á þessu ári, 3
milljónir króna.
Fjárveiting í fjárlögum 1987 miðist við að umráðafé sjóðsins verði tvöfaldað.
Mörkuð ersú stefna, að fjárveiting til sjóðsins verði á nœstu fjórum árum hœkkuð í
20 milljónir króna, miðað við verðlag í október 1986.
Þetta tilkynnist yður, herra háskólarektor, hér með.
Sverrir Hermannsson Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra sem nú gegnir starfi
fjármálaráðherra
Síðan minntist dr. Sigmundur Guð-
bjarnason háskólarektor afmælis háskól-
ans með ræðu þeirri er hér fer á eftir:
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
hœstvirtu ráðherrar, virðulegu gestir, kœru
samstarfsmenn og stúdentar, íslendingar
nœr ogfjœr!
Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til
þessarar hátíðar sem til er efnt vegna 75 ára
afmælis Háskóla íslands.
Háskóla íslands er mikil sæmd að þátt-
töku forseta íslands í þessari hátíð, og
þökkum við ávarp forseta og hvatningar-
orð. Ég þakka hæstvirtri ríkisstjórn glögg-
an skilning á málefnum háskólans og þann
stuðning sem veittur er m.a. með eflingu
Rannsóknasjóðs háskólans, eins og fram
kom í ávarpi menntamálaráðherra. Vil ég
þakka sérstaklega gott samstarf við
menntamálaráðherra Sverri Hermanns-
son, svo og fyrirrennara hans í starfi.
Ég þakka þeim fjölmörgu aðilum sem
unnið hafa að undirbúningi þessarar hátíð-
ar og sérstaklega þakka ég Páli Sigurðssyni
dósent, en hann hefur annast skipulag og
framkvæmdastjórn alla.
í dag er fáni Háskóla Islands dreginn að
húni í fyrsta sinn. Fáninn er hvítur kross á
bláum feldi, en á miðjum feldinum er Pall-
as Aþena, gyðja mennta, vísinda og lista.
Fáninn skírskotar til sjálfstæðisbaráttu ís-
lensku þjóðarinnar, baráttu fyrir frelsi og
aukinni menntun.
Saga Háskóla íslands er saga linnulausr-
ar baráttu og uppbyggingar. Stofnun há-
skólans og starf er samofið sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar, baráttu sem lauk ekki