Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 44
42
Árbók Háskóla íslands
Hann er m.a. kunnur fyrir undirstöðu-
rannsóknir sínar á sviði diffurrúmfræði.
Hann er afkastamikill höfundur fræði-
rita og þekktur fyrirlesari.
Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor, Reykja-
vík. Hann varð prófessor í eðlisfræði við
Háskóla íslands 1957 og er m.a. kunnur
fyrir segulsviðsmælingar í bergi og hug-
myndir, sem hann setti fram fyrstur
manna, um að hefta framrás hrauns í
eldgosi með vatnskælingu. (Sjá formála í
4. kafla.)
Hver deildarforseti fyrir sig kvaddi til
heiðursdoktora sinnar deildar, hvern á eft-
ir öðrum, las formála fyrir doktorskjöri
þeirra, lýsti þá doctores honoris causa og
afhenti þeim síðan doktorsbréf. Formálar
að doktorskjöri eru birtir í kaflanum Dokt-
orspróf. Formálar að heiðursdoktorskjöri í
þessu riti.
Nokkrir heiðursdoktoranna gátu eigi
mætt við athöfnina og veittu þá aðrir við-
töku doktorsskjali fyrir þeirra hönd. Frú
Kirsten Marcus, sendifulltrúi Dana, tók
við doktorsskjali Hennar hátignar Mar-
grétar drottningar. Við lok þessa dag-
skrárliðar flutti dr. Sigurður Helgason pró-
fessor þakkarávarp fyrir hönd heiðurs-
doktoranna.
Því næst voru fluttir þættir úr Háskóla-
kantötu eftir Pál ísólfsson við ljóð eftir
Davíð Stefánsson. Flytjendur, auk Sinfón-
íuhljómsveitar íslands, voru Háskólakór-
inn og Mótettukórinn.
Pá þakkaði Páll Sigurðsson hátíðargest-
um fyrir komuna og sleit athöfninni, sem
lauk með því að sunginn var þjóðsöngur-
inn.
Þess skal getið, að Ríkisútvarpið -
Sjónvarp annaðist upptöku allrar hátíðar-
athafnarinnar í Háskólabíói, og var hún
sýnd í beinni útsendingu, óstytt, sem var
nýjung um sambærilegar athafnar hérlend-
is. Hljóðvarp annaðist einnig segulbands-
upptöku athafnarinnar.
Að lokum skal þess minnst, að Sigurjón
Jóhannsson, yfirleiktjaldamálari Þjóðleik-
húss, gerði sviðsmynd athafnarinnar í Há-
skólabíói, þ.m.t. 80 m2 eftirmynd háskóla-
fánans nýja, sem myndaði bakgrunn sviðs-
myndar.
Hátíðarboð
Þegar að hátíðarsamkomunni lokinni
hófst síðdegisboð Sverris Hermannssonar
menntamálaráðherra í Súlnasal Hótels
Sögu, og var þangað boðið öllum þeim er
boðsgestir voru við athöfnina í Háskólabíói
(alls um 1000 manns).
A síðdegissamkomu þessari voru ýmis
ávörp flutt og háskólanum færðar gjafir í
tilefni afmælisins.
Að kvöldi næsta dags, sunnudagsins 5.
október, efndi háskólarektor til kvöldverð-
arboðs í Átthagasal Hótels Sögu í tilefni af
háskólaafmælinu. Boðsgestir voru um eitt
hundrað talsins og meðal þeirra voru for-
seti Islands, menntamálaráðherra og þeir
hinna nýkjörnu heiðursdoktora sem verið
höfðu við doktorskjörið, ásamt mökum
sínum.
Sunnudaginn 26. október buðu háskóla-
rektor og eiginkona hans, frú Margrét Þor-
valdsdóttir, öllum starfsmönnum háskól-
ans ásamt mökum þeirra til síðdegissam-
komu í Odda í tilefni af háskólaafmælinu,
og var þar hverjum starfsmanni afhent gjöf
frá háskólanum vönduð eftirprentun mál-
verksins „Eldur orðsins“ eftir Jóhannes
Kjarval, en frummyndin er í eigu Háskól-
ans. Hafði Frank Ponzi listsagnfræðingur
annast undirbúning endurprentunarinnar.
íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn gáfu
á sínum tíma Háskóla íslands listaverkið í
„tannfé“ í tilefni af stofnun hans. Á sam-
komunni flutti Björn Th. Björnsson list-
fræðingur erindi um málverkið og sögu
þess.
Gjafirtil háskólans
í ræðu sinni við hátíðarathöfnina í Há-
skólabíói tilkynnti menntamálaráðherra,