Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 144
134
Árbók Háskóla íslands
gerði grein fyrir aðdraganda þessa máls og
skýrði reglugerðardrögin. Féllst háskóla-
ráð á að Stofnun Sigurðar Nordals verði
sett á laggirnar. 28.08.86
Tillögur að reglugerð Stofnunar Sigurð-
ar Nordals samþykktar samhljóða.
Jónas Kristjánsson prófessor var kjörinn
fulltrúi háskólaráðs í stjórn Stofnunar Sig-
urðar Nordals til þriggja ára.
11.09.86 20.11.86
Orðabók háskólans
Lögð var fram tillaga um breytingu á
reglugerð fyrir Orðabók Háskóla íslands
þess efnis að fjölgað verði í stjórn Orða-
bókarinnar úr þremur í fimm, og komi inn í
stjórnina forstöðumaður og einn sérfræð-
ingur úr hópi starfsmanna Orðabókarinn-
ar. Tillagan var samþykkt samhljóða.
(Með bréfi mrn. 8. okt. 1986 var reglugerð-
arbreytingin staðfest.) 25.09.86
Lagt frarn bréf heimspekideildar, dags.
21. þ.m. Lagt er til að Jón Friðjónsson,
Stefán Karlsson og Svavar Sigmundsson
verði skipaðir í stjórn Orðabókar háskól-
ans til næstu fjögurra ára frá 1. okt. 1986 að
telja, og að Jörgen Pind taki sæti í stjórn-
inni. Samþykkt samhljóða. 23.10.86
Hús verkfræðideildar
Lagt fram bréf mrn., dags. 29. ágúst s.l.
Ráðuneytið samþykkir fyrir sitt leyti að
tekið verði tilboði að upphæð kr.
15.610.000 frá Steintaki h.f. í 3. áfanga 3.
lotu byggingar verkfræðideildar Háskóla
íslands.
Kennsla tannsmiða
Fyrir voru tekin drög að samningi um
tannsmíðakennslu. Bar rektor fram svo-
fellda tillögu: „Háskólaráð samþykkir að
tannlæknadeild taki að sér rekstur tann-
smíðaskóla fyrir menntamálaráðuneytið
að fengnum nauðsynlegum rekstrarfjár-
veitingum, þar með taldar greiðslur fyrir
aðstöðu þá sem tannlæknadeild veitir."
Samþykkt samhljóða. 13.02.86
Raunvísindadeild
Samþykkt var svofelld tillaga að breyt-
ingu á reglugerð háskólans varðandi raun-
vísindadeild: 1. mgr. 115. gr. orðist svo:
„Deildin skiptist eftir fræðigreinum í
eftirtaldar skorir: eðlisfræðiskor, efna-
fræðiskor, jarðfræðiskor, líffræðiskor,
stærðfræðiskor og tölvunarfræðiskor."
20.08.87
í stjórn Reiknistofnunar háskólans voru
kjörnir Jóhann P. Malmquist prófessor, án
tilnefningar, Jón Þór Þórhallsson dósent,
tilnefndur af viðskiptadeild, Pétur K.
Maack prófessor, tilnefndur af verkfræði-
deild, og Rögnvaldur Ólafsson dósent, til-
nefndur af forseta raunvísindadeildar með
fyrirvara um samþykki deildarfundar. Við-
skiptadeild tilnefndi Ragnar Árnason dós-
ent varamann Jóns Þórs Þórhallssonar.
26.03.87
íþróttamiðstöð
Tekin var til umræðu tillaga að samstarfi
Háskóla íslands og Handknattleikssam-
bands Islands um byggingu og rekstur
íþróttamiðstöðvar á háskólalóð. Á fundinn
kom Valdimar Örnólfsson, forstöðumaður
íþróttakennslu við Háskóla íslands. Gerði
hann grein fyrir vandkvæðum íþróttaiðk-
ana við háskólann og sjónarmiðum sínum
varðandi þörf úrbóta í þessum efnum, en
hann telur byggingu íþróttamiðstöðvar á
háskólalóð brýna nauðsyn. Formaður
skipulagsnefndar háskólalóðar, Júlíus Sól-
nes, greindi frá skipulagsmálum á háskóla-
svæðinu, sem tengjast mjög því máli sem
hér er um að ræða.
Háskólaráðsmenn tóku undir álit Valdi-
mars um þörf úrbóta á íþróttaaðstöðu.
Svofelld tillaga var samþykkt:
„Háskólaráð felur rektor að vinna að til-
lögum að byggingu og rekstri íþróttamið-
stöðvar á háskólalóð. Sérstaklega verði
hugað að aðild íþróttafélags stúdenta að
málinu." 18.06.87