Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 137
Kennarar háskólans
127
1986, ári eftir andlát Sigurðar S. Magnús-
sonar.
Sigurður innritaðist í læknadeild einu ári
á eftir mér, og hófust kynni okkar þá mjög
fljótt, og varð með okkur á tímabili mjög
náin og einlæg vinátta. Olli þar um, að
báðir vorum við unglingarnir í hópnum,
áttum mörg sameiginleg áhugamál í listum,
bóklestri og almennum lífsviðhorfum. Eru
mér þessi misseri ógleymanleg. Vinátta
okkar hélst síðan alla tíð, þótt oft yrði vík
milli vina vegna búsetu í ólíkum löndum og
héruðum og eins vegna aðskilnaðar í fram-
haldsnámi. Það varð þannig ekki að neinu
marki, að samgangur tókst með okkur aft-
ur, fyrr en Sigurður tókst á hendur for-
setaembætti læknadeildar og bað mig að
setjast með sér í þá stjórn sem varaforseti.
Ég tók því tilboði einkum vegna þess, að ég
átti þar með von um að eiga fleiri og meiri
samfundi við Sigurð en lengi á umliðnum
árum. Því miður urðu þau samskipti okkar
allt of stutt og endaslepp, en í huga mínum
geymi ég minninguna um þennan góða
dreng æskuáranna og hugprúða leiðtoga
fullorðinsáranna.
Asmundur Brekkan
Skrá um rit Sigurðar S. Magnússonar verður birt í Ár-
bók Háskóla íslands 1987-1988.
Björn Þorsteinsson, fyrrum prófessor í
sagnfræði, andaðist hinn 6. októbermánað-
ar 1986.
Hann fæddist að Þjótanda í Villinga-
holtshreppi 20. mars 1918, en bernsku- og
unglingsár sín átti hann á Hellu og í Sel-
sundi á Rangárvöllum.
Menntaskólanám sitt stundaði Björn að-
allega undir handarjaðrinum á Fellsmúla-
klerkum, feðgunum Ófeigi Vigfússyni og
Ragnari Ófeigssyni, sem um árabil kenndu
ungmennum skólalærdóm. Var Björn ekki
einn um að lofa þá starfsemi þeirra jafnt í
orði sem verki.
Að loknu stúdentsprófi utanskóla frá
Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1941
hefði Björn helst af öllu kosið að mega
leggja stund á sagnfræði, en styrjöldin, sem
þá geisaði, lokaði þorra íslenskra náms-
manna leiðum úr landi. Var þá vænlegasti
kosturinn að snúa sér að íslenskum fræð-
um, þ.e. sögu Islendinga, íslenskri tungu
og bókmenntum. og setjast við fótskör Sig-
urðar Nordals, Arna Pálssonar og Alex-
anders Jóhannessonar.
Leið Björns var nú sambærileg við það,
sem algengast var hjá þeim, sem svipað
nám stunduðu, skólakennsla og einka-
kennsla á vetrum samhliða eigin námi og
ýmiss konar daglaunavinna á sumrin.
Kandídatsprófi lauk Björn vorið 1947.
Frá 1943 hafði hann aðallega kennt við
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, sem þá var í
daglegu tali kallaður Ágústarskóli, kennd-
ur við fyrsta stjórnanda sinn, Ágúst H.
Bjarnason prófessor. Virtist sá skóli um
þessar mundir vera í þann veginn að verða
fullgildur menntaskóli, þó að landsfeðrun-
um þóknaðist að haga því á annan veg,
þegar á átti að herða. Sá vísir lærdóms-
deildar, sem þar var kominn á fót, var lagð-
ur niður, en eftir var skóli, sem um hríð var
Gagnfræðaskóli Vesturbæjar, uns hann
leið undir lok um miðjan sjöunda áratug-
inn.
Þótt lokið væri með sóma námi í íslensk-
um fræðum, lífvænleg staða væri tryggð og
Björn hefði staðfest ráð sitt og stofnað
heimili og bú, fór því fjarri að hann væri
afhuga frekari sókn til lærdóms og sérþekk-
ingar á kjörsviði sínu. Til þess að renna
traustari stoðum undir þá þekkingu og
verkkunnáttu, sem sagnfræðirannsóknir
útheimtu, réðst hann til Bretlandsferðar
veturinn 1948-49 og naut til þess styrks frá
British Council. Mun hann þá hafa eflst
enn frekar í þeirri ætlan sinni að leggja
einkum stund á sögu íslands á fjórtándu og
fimmtándu öld. Hið sama vakti fyrir hon-
um áratug síðar, 1958-59, þegar hann var
um árs skeið við nám og rannsóknir í
Þýskalandi.