Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 24
22
Árbók Háskóla íslands
hamingju og heilla við þessi tímamót og
þökkum samveruna hér og samstarfið á
undanförnum árum.
Á þessu afmælisári Háskóla íslands lít-
um við til baka og minnumst þeirra sem
ötullega börðust fyrir stofnun og uppbygg-
ingu Háskóla Islands. Stöndum við í mikilli
þakkarskuld við þessa brautryðjendur. Á
þeirra herðum stöndum við í dag og minn-
umst þeirra með þakklæti.
Á síðustu vikum hefur saga háskólans
verið kynnt, þróun hans frá upphafi og
starfsemin nú. I sjónvarpi, blöðum og bók-
um höfum verið kynnt markmið okkar og
viðleitni til að veita meiri og betri þjónustu
á sviði kennslu og rannsókna.
Til háskólans eru gerðar miklar kröfur.
Við erum og eigum að vera forystusveit á
sviði mennta og vísinda á íslandi. Háskól-
inn vill gera enn betur. Við viljum þjóna
öllum landsmönnum og flytja kennsluna
jafnvel heim til nemenda með nútíma-
tækni. En vonir og veruleiki eru sitt hvað.
Fræðilega séð getum við flest í þessum efn-
um, en án fjármagns getum við ekki fram-
kvæmt þetta. Ráðstöfunartekjur ríkisbús-
ins og skipting þeirra setja okkur skorður.
Fyrir rúmlega hálfri öld var Happdrætti
Háskóla íslands stofnað, og varð það slíkur
aflgjafi að nýtt og þróttmikið líf færðist í
háskólann. Enn í dag er happdrættið eini
tryggi tekjustofn háskólans til byggingar-
framkvæmda. Með kaupum á happdrættis-
miðum hefur íslensk alþýða byggt upp há-
skóla sinn, slíkt er einsdæmi á þessari jörð.
Samskipti háskólans og Reykjavíkur-
borgar hafa verið mjög góð. Stjórnendur
Reykjavíkurborgar hafa skilið mikilvægi
háskólans fyrir atvinnu- og menningarlíf
borgarinnar og sýnt það í verki. Höfðings-
skapur borgarstjórnenda mun í minnum
hafður, enda hefur Reykjavíkurborg gefið
ríkulega land undir háskólann, og nú síðast
gaf hún veglegan skerf til að reisa tækni-
garð á Keldnaholti. Tæknigarður þessi er
gjöf Reykjavíkurborgar og Rannsóknaráðs
ríkisins til háskólans, en þar munu fara
fram rannsóknir og þróunarstörf í líftækni í
samvinnu við aðila utan háskólans.
Ríkisstjórnin heitir einnig stuðningi við
rannsóknastarfsemi háskólans, og þakka
ég þau fyrirheit að fjórfalda Rannsókna-
sjóðinn á næstu árum. Munuð þið, kæru
kandídatar, njóta þess síðar, sumir sem
rannsóknamenn og starfsmenn háskólans,
aðrir sem neytendur þess afraksturs sem
rannsóknirnar skila.
Hins vegar mun hægt ganga að bæta
vinnuaðstöðu nemenda og kennara ef
Happdætti háskólans á eitt að afla fjár til
nýbygginga, viðhalds og tækjakaupa og
greiða þar að auki 20% af hagnaði sem
einkaleyfisgjald til ríkisins.
Nú er mikið rætt um tengsl háskólans og
skyldur við atvinnulífið. Við bregðumst
skjótt við og bjóðum fram aukið samstarf
og þjónustu við atvinnufyrirtækin, en veit-
um um leið stærri fyrirtækjum tækifæri til
að styrkja starfsemi háskólans á áþreifan-
legan hátt. Ætla má að atvinnufyrirtækin
hafi einnig skyldur við háskólann, þá stofn-
un sem menntar forystumenn og aðra lykil-
menn atvinnulífsins.
Fyrir tveimur vikum, á meðan leiðtogar
stórveldanna voru á fundi hér í Reykjavík,
hringdi til mín blaðamaður frá erlendu
blaði. Vildi hann vita hvort íslenskir náms-
menn í framhaldsnámi erlendis skiluðu sér
heim til íslands aftur að námi loknu — og ef
svo væri hvers vegna? Eg fullyrti að meira
en 90 af hundraði kandídata skiluðu sér
aftur heim til íslands fyrr eða síðar, þótt
stundum gæti það dregist töluvert. En
hvers vegna koma þá kandídatar heim til
starfa þrátt fyrir lakari laun og lélegri
starfsaðstöðu? Sterk fjölskyldubönd eru
vafalítið hluti af svarinu og ekki síður að
hér á íslandi er hver maður, karl eða kona,
mikilvægur meðlimur í þjóðarfjölskyld-
unni. Hér er hver og einn virkur. Hann
finnur að hann skiptir máli sem einstakling-