Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 23
Ræöur rektors Háskóla íslands
21
læra meira af hagnýtum hlutum og aðferð-
um.
A næstu 5 árum var kvörtunin sú að þeir
hefðu átt að læra meira í undirstöðugrein-
um.
Þegar 10-15 ár voru liðin frá námslokum
var kvörtunin sú að þeir hefðu átt að læra
meira um stjórnun og mannleg samskipti.
A næstu 5 árum ásökuðu kandídatar
kennara sína fyrir að hafa vanrækt að ræða
faggreinina í sögulegu, félagslegu og hag-
rænu samhengi.
Eftir 20 ár voru ráðin þau að kenna fagið
á breiðari grunni og með tilliti til annarra
greina hug- og raunvísinda.
Eftir aldarfjórðung hættu kandídatar að
gefa ráð, háskólinn var orðinn svo lélegur
að umbætur voru vonlausar.
Þessi viðhorf eru ekki óvænt ef haft er í
huga að þarfir manna breytast er þeir þok-
ast upp á við á starfs- og framaferlinum. Ný
viðfangsefni krefjast nýrrar þekkingar og
færni sem afla verður eftir þörfum. Sí-
breytileg verkefni krefjast símenntunar.
Sagt er að þeir ungu viti allt, þeir mið-
aldra efist um allt, en þeir öldruðu trúi öllu.
Þetta eru nokkrar ýkjur, en þið munuð
skjótt verða þess vör, að það sem við teljum
satt og rétt í dag fær á sig aðra mynd síðar
þegar ný þekking og nýr skilningur skapa
aðra mynd af sama fyrirbæri. Við munum
seint öðlast hinn síðasta sannleika, því vís-
mdin breyta stöðugt heimsmynd okkar og
skilningi á náttúrunni, á okkur sjálfum.
Viss sannindi eru þó sígild, og skiptir
litlu hvort þau voru færð í orð af Markúsi
Arelíusi keisara Rómaveldis, af Emerson
eða af trúarleiðtogum fyrr og síðar. Þau
sannindi eru að lífokkar mótast afhugsun-
um okkar. Spurningin er ekki hvort hugs-
unin hafi áhrif á heilsufar okkar og athafn-
ir, heldur hvernig þessu sambandi er hátt-
að. Þekking okkar á eðli og áhrifum streitu
vex hröðum skrefum, og við lærum að meta
reynslu liðinna kynslóða betur í ljósi nýrrar
þekkingar.
Gömul máltæki hafa oft að geyma sann-
indi, eins og t.d. þetta: „Þú færð ekki
magasár af því sem þú étur, heldur af því
sem étur þig.“ Það skiptir því miklu hvaða
tökum þú tekur á þeim vandamálum sem á
vegi þínum verða. Einföld leið er að setjast
niður og skilgreina vandamálið. Hvert er
vandamálið eða viðfangsefnið? Hverjar
eru orsakirnar? Hvað þarf að gera?
Hvernig get ég leyst vandann og hvenær?
Þín bíða margs konar verkefni, og þú
munt vaxa með verkefnum þínum. Vertu
bjartsýnn en raunsær, vertu réttsýnn og til-
litssamur. Það eykur vellíðan þína.
Verðgildi þitt á vinnumarkaði ákvarðast
af afköstum þínum, hæfileikum og getu til
starfa á hverjum tíma. En manngildi þitt
kann hins vegar að vera allt annað en verð-
gildi þitt á vinnustað.
Við, kennarar ykkar og samstarfsmenn,
þökkum ykkur samveruna hér og samstarf-
ið. Við erum stoltir af ykkur og væntum
mikils af ykkur í framtíðinni.
Megið þið eiga gott líf framundan, en
gott líf er ekki auðvelt líf, heldur líf þrungið
eldmóði og athöfnum. Guð veri með ykk-
ur.
Brautskráning kandídata 25. október 1986
Kœru kandídatar, góðir gestir og samstarfs-
menn!
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin til
þessarar athafnar. í dag meðtakið þið,
kandídatar, prófskírteini ykkar sem stað-
festingu á því að þið hafið lokið háskóla-
prófi, sem er hvatning til meiri dáða, til
starfa og frekara náms, hvort heldur er í
háskóla eða í atvinnulífinu og skóla lífsins.
Óskum við ykkur og aðstandendum ykkar