Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Side 40
Fjármál og rekstur
Helstu verkefni fjármálasviðs eru áætlanagerð. bókhald. fjárvarsla. innkaup og að
vinna með fjármálanefnd og rektor að tillögum til háskólaráðs um skiptingu fjár-
veitinga hvers árs. 1999 var ár mikilla breytinga á fjármálasviði og í fjármálum
skólans í heild.
[ ársbyrjun var tekið í notkun nýtt bókhalds- og áætlanakerfi. Miklum tíma var
varið í þróun kerfisins og aðlögun þess að þörfum skólans. Enn er þó mikilli
vinnu ólokið og er áframhaldandi þróun kerfisins mikilvægur þáttur í að bæta að-
gang stjórnenda að upplýsingum um reksturinn. Töluverð vinna fór í að þjálfa
starfsmenn fjármálasviðs. og þá starfsmenn deilda og stofnana sem bera ábyrgð
á rekstri og fjármálum, í notkun kerfisins. Varð af þessu sökum mikið álag á
starfsmenn fjármálasviðs á árinu.
Rektorog menntamálaráðherra undirrituðu 5. október samning milli Háskóta ís-
lands og ríkisins um kennslu og fjárhagsleg samskipti. Þessi samningur ger-
breytir fjárhagslegri stöðu Háskólans með því að tryggja að fjárveitingar verði í
takt við nemendafjölda og virkni nemenda í námi. Samningurinn hefur enn frem-
ur veruleg áhrif á skipulag fjármála og áætlanagerðar innan skólans. Þessi áhrif
eiga væntanlega enn eftir að aukast þegar gengið hefur verið frá samsvarandi
samningi um rannsóknir.
Háskólaráð samþykkti 21. október nýja vinnuaðferð við gerð fjárhagsáætlunar
skólans fyrir árið 2000. Með samþykktinni er deildum veitt mun víðtækara umboð
en áður tit þess að meta heildarvinnu við hvert námskeið fremur en einstaka
þætti námskeiðsins þannig að kennsluhættir geti þróast eftir eðli námskeiða, vitja
kennara og þörfum nemenda án þess að kennslufyrirkomulagið hafi bein áhrif á
launagreiðslur hverju sinni. Þessi breyting er nauðsynleg í tjósi þeirra miklu
áhrifa sem töivutæknin og Netið hafa þegar haft á nám við Háskóla íslands og
mun í enn ríkara mæli móta það í framtíðinni.
[ samvinnu við deildir og starfsmannasvið starfaði gæðahópur að því að þróa nýja
aðferð við gerð starfs- og rekstraráætlana. Virðist það hafa tekist vel og voru
áætlanir deilda, stofnana og yfirstjórnar fyrir árið 2000 unnar í þessu nýja kerfi.
Með þessum nýju vinnubrögðum er leitast við að tengja mun betur en áður áætl-
anagerð og bókfærða afkomu einstakra rekstrareininga á áætlanatímabil.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs sat í fjármálanefnd háskólaráðs eins og áður.
Nefndin vann með starfsmönnum fjármálasviðs að mörgum þeim verkefnum
sem hér hafa verið upp talin.
Heildartölur um rekstur Háskóla íslands 1999 með saman-
burði við árið 1998
Fjárveiting á fjárlögum nam 2.401,2 m.kr. Til viðbótar komu 55,6 m.kr. sem fjár-
heimildir, einkum frá menntamálaráðuneytinu. tilsérstakra verkefna. Þá fengust
411.5 m.kr. á fjáraukalögum vegna kostnaðar sem leiddi af úrskurði kjaranefndar
um laun prófessora o.fl. vegna áranna 1998. 1999 og vegna uppsafnaðs vanda
fyrri ára. Samtals námu fjárveitingar 2.868,3 m.kr. Stærsta viðbótarverkefnið sem
Háskólanum var fatið að vinna á árinu 1999 var endurmenntun framhaldsskóla-
kennara, til hennar var veitt 45 m.kr.
Greiðslur úr ríkissjóði á árinu námu 2.704.7 m.kr. Staða Háskólans við ríkissjóð
batnaði um 163.6 m.kr. og lækkaði skutdin úr 227.2 m.kr. í 63.6 m.kr. í árslok.
Sértekjur námu alls 1.516,7 m.kr. samanborið við 1.485.1 m.kr. árið áður. Skipt-
ingin kemur fram í rekstrarreikningi. Alts voru til ráðstöfunar 4.385 m.kr. saman-
borið við 3.814 m.kr. árið 1998. Þar af voru um 200 m.kr. á fjáraukalögum vegna
fyrri ára.
Útgjöld námu atls 4.193.2 m.kr. samanborið við 3.981.2 m.kr. árið áður og varð
rekstararafgangur Háskólans 191,8 m.kr. samanborið við 167,2 m.kr. hatla árið
áður. Þessi munurá afkomu áranna 1998 og 1999 ertit kominn vegna 200 m.kr.
aukafjárveitingará árinu 1999 vegna ársins 1998 og fyrri ára. Rekstrarútgjöld
hækkuðu um 255,4 m.kr. eða 7.4% milti ára en framkvæmdaliðir lækkuðu um 43.4
m.kr. Heildarútgjöld jukust því um 212.0 m.kr. eða 5,3%.
36