Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Page 78
Rannsókna-
stofnanir
Alþj óða má lastof n u n
Á árinu sátu í stjórn stofnunarinnar Gunnar G. Schram prófessor, formaður, Anna
Agnarsdóttir dósent, Guðmundur K. Magnússon prófessor. Gunnar Helgi Kristins-
son prófessor og Helgi Ágústsson ráðuneytisstjóri í untanríkisráðuneytinu. en
hann lét af störfum síðari hluta ársins og Sverrir Haukur Gunnlaugsson tók við af
honum.
Stofnunin hafði engan starfsmann en formaður stjórnar gegndi framkvæmda-
stjórastörfum í hjáverkum. Ástæðan var sú að stofnunin hafði ekki fjármagn frek-
ar en endranær. Stóð það eðlilega starfseminni fyrir þrifum.
Útgáfustarfsemi
Meginverkefni stofnunarinnar á árinu var útgáfa Sögu tandhelgismálsins eftir
Davíð Ólafsson. fyrrverandi Seðlabankastjóra. Fjallar ritið um sögu landhelg-
ismálsins 1930-1961. Sumarliði ísleifsson sagnfræðingur var ráðinn til að vinna
við endurskoðun handrits og búa það undir prentun. Auk þess starfaði sérstök
nefnd að þessu verki sem stjórn Alþjóðamálastofnunar skipaði. Formaður hennar
var Gunnar G. Schram prófessor. en auk hans sátu í nefndinni Jón Jónsson fyrrv.
forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Már Elísson fyrrv. fiskimátastjóri. Var þetta
meginrannsóknar- og útgáfuverkefni stofnunarinnar á árinu, enda viðamikið og
merkt framlag til sögu (slands á þessu tímabili og umfjöllunar um samskipti við
önnur ríki í hafréttarmátum. Bókin kom út í október 1999, 497 bls. að stærð, gefin
út af Hinu íslenska bókmenntafélagi. í árslok var atlt upplag verksins selt.
Gert er ráð fyrir að hér verði um að ræða þriggja binda ritröð um sögu landhelg-
ismálsins. atlt til toka þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1982. Stjórn
stofnunarinnar hafði ráðið Jónmund Guðmarsson stjórnmátafræðing sem rit-
stjóra annars bindis og hann hafið verkið. Vegna stöðuskipta og ftutnings til út-
landa er nú óvíst hver verður ritstjóri bindisins en það er þegar í undirbúningi.
Þá skal þess getið að stofnunin vann mikla undirbúningsvinnu að stofnun nýrrar
háskólastofnunar. Hafréttarstofnunar íslands. Var hún stofnuð við formlega athöfn
á skrifstofu rektors31. mars 1999 þarsem undirritaður var samstarfssamningur
um rekstur stofnunarinnar af hátfu utanríkisráðherra. sjávarútvegsráðherra og
rektors Háskóla íslands.
Þess skal að lokum getið að á árinu var stofnuninni samtals veittur 1,1 milljón kr.
styrkur til starfsemi sinnar úr Háskólasjóði.
Félagsvísindastofnun
Félagsvísindastofnun hefur starfað frá árinu 1986. Markmið stofnunarinnar er að
efla fétagsvísindi á íslandi með því að annast hagnýtar og fræðilegar rannsóknir
og kynna almenningi nytsemd félagsvísindalegra rannsókna. Stjórn Félagsvís-
indastofnunar skipuðu: Friðrik H. Jónsson. Sigrún Aðalbjarnardóttir. Sóley Tóm-
asdóttir og Stefán Ólafsson. Stefán Ótafsson var forstöðumaður til 1. nóvember
1999 en þá tók Friðrik H. Jónsson við því starfi.
Fjármál
Á árinu 1999 voru heildartekjur stofnunarinnar. án virðisaukaskatts. 33.340.774
krónur. Á undanförnum árum hafa heildarárstekjurnar verið á bilinu 20-30 millj-
ónir. Félagsvísindastofnun hefur þá sérstöðu meðal rannsóknastofnana Háskól-
74