Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Page 117
Jaberg, vinnurað rannsóknum sínum á RMA og hátternisfræðideild háskótans í
Neuchatel í Sviss. Fjórir aðrir starfsmenn störfuðu við stofnunina á árinu launaðir
af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Tækniþróun hf.
Erlent rannsóknasamstarf
Rannsóknastarf á RMA fer fram í nánum tengslum við rannsóknastofnanir á sviði
sálarfræði. hátternisfræði og geðlæknisfræði við ertenda háskóta, m.a. á grund-
velli formlegra háskólasamninga við sex evrópska háskóta. Langmest samstarf
er við sálarfræðideildina í Université René Descartes Paris V - Sorbonne sem
einnig er CNRS-rannsóknastofa um samskipta- og hugfræði. en hinir háskólarnir
sem um er að ræða eru Université Paris-Nord í Frakktandi. Université de Laus-
anne í Sviss og Universitat de Barcetona, Universitat Rovira i Virgili og Universitat
LaRioja á Spáni. Einnig er um langvarandi samstarf að ræða við mannfræðistofn-
unina á Musée de t'Homme. Museum National d'Histoire Naturetle í París, sát-
fræðideild University of Chicago og hátternisfræðideild Vínarháskóla. Vaxandi
samstarf er einnig við háskólageðsjúkrahúsið í Utrecht í Holtandi.
Á sviði íþróttarannsókna er um síaukið samstarf að ræða við John Moors Univer-
sity í Liverpool og háskóladeildina um aðferðafræði atferlisvísinda við Barcetona-
háskóla.
Innlent samstarf
Hetsti innlendi samstarfsaðili RMA til margra ára er Greiningarstöð ríkisins í
Kópavogi en þar stunda Tryggvi Sigurðsson. yfirsátfræðingur. og samstarfsfótk
hans rannsóknir á samskiptahegðun fatlaðra barna og foretdra þeirra, m.a. með
aðferðum sem hafa verið þróaðar á RMA og í tengslum við Parísarháskóta. Einnig
er um samstarf að ræða við fyrirtækið Ftögu hf. um greiningu á lífeðlisfræðileg-
um gögnum og við Veðurstofu íslands um leit að tímamynstrum í jarðskjálfta-
gögnum.
Útgefnar greinar eða bókarkaflar á árinu
• Beaudichon. J.; Sigurdsson. T.; Tardif, C. og Magnusson. M.S. (1999). Comm-
unication et construction coltaborative des savoir; une approch comparative.
Développement et fonctionnement cognitif: Vers une intégration. G. Netchine-
Grynberg. París, Press Universitaires de France; 244.
• Magnusson. M. S. (2000). Discovering Hidden Time Pattems in Behavion T-
Patterns and their Detection. Behavior Research Methods. Intruments and
Computers 32(1 );93—110. (Samþykkt til birtingar 1999).
Fyrirlestrar
• Magnús S. Magnússon. Fyrirlesturá ráðstefnunni „Sign Processes in Complex
Systems: 7th International Congress of the IASS-AIS International Association
for Semiotic Studies" við tækniháskólann í Dresden. 6.-11. október 1999.
• Guðberg K. Jónsson; Fyrirlestur um íþróttarannsóknir með Theme-hugbún-
aðinum og margmiðlunarkynning á fundi EU CORE-NET í Reykjavík í sept-
ember 1999.
B.A.-nemendur
Árið 1999 unnu sex sálarfræðinemendur við H.í. að B.A.-verkefnum sínum við
RMA undir leiðsögn Magnúsar S. Magnússonar. Tveir tuku á árinu.
Verðlaun og stofnun fyrirtækis
Guðberg K. Jónsson, starfsmaður stofnunarinnar. hlaut fyrstu verðlaun í sam-
keppninni „Upp úr skúffunum" sem Rannsóknaþjónusta H.í. og Nýsköpunarsjóður
atvinnutífsins standa fyrir. Hugmynd Guðbergs er að nýta Theme-hugbúnaðinn til
íþróttarannsókna. í framhaldi af því hefur verið stofnað nýtt fyrirtæki. SportScope,
með þátttöku Tækniþróunar hf. sem er aðaleigandi. Guðberg er meðeigandi þess
og framkvæmdastjóri meðfram starfi sínu við RMA.
Kennsluefni
Á árinu var tokið við tveggja ára verkefni um gerð geistadisks (á ensku, spænsku
og frönsku) um skoðun og greiningu atfertis. Þetta er samstarfsverkefni milli Un-
iversity of Liverpoot, háskólans í Barcelone, H.í. og hollenska fyrirtækisins Notdus
Information Technotogies. Ltd. (sem er sérhæft í gerð hugbúnaðar til atferlisrann-
sókna).
David W. Dickins. sátfræðideild University of Liverpool er aðalhöfundur. en Magn-
ús S. Magnússon er vísindalegur ráðgjafi. meðhöfundur og leggur til Theme-hug-
búnaðinn (nemendaútgáfu). Nú er stefnt að útgáfu þessa geisladisks.