Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Page 145
Landsbókasafn Islands -
Háskólabókasafn
Rekstur
Heildarrekstrarfé safnsins, að meðtöldum sértekjum, nam 392,9 m.kr. á árinu
1999. Þar af var fjárveiting til ritakaupa 70 m.kr. (Ritakaupasjóður H.í. 46.5 m.kr..
Landsbókasafnsþáttur 23.5 m.kr.) og fjárveiting frá H.í. vegna lengingar opnunar-
tíma 13.3 m.kr. Mannafli nam um 100 stöðugildum að meðtöldum ráðningum
vegna tímabundinna verkefna.
Árangursstjórnun
Þrítugasta desember 1999 var undirritaður árangursstjórnunarsamningur milli
safnsins og menntamálaráðuneytisins. og gildir hann fyrir tímabilið 1. janúar
2000 til 31. desember 2002. Tilgangur samningsins er að festa í sessi ákveðið
samskiptaferli milli ráðuneytis og stofnunar. auk þess að draga fram áherslur
vegna stefnumótunar og áætlanagerðar. Samningurinn fetur ekki í sér fjárhags-
tegar skuldbindingar af hálfu ríkisins. rekstrarframlag safnsins er eftir sem áður
ákveðið í fjárlögum fyrir hvert þessara þriggja ára um sig.
Aðföng rita
Alls bárust safninu um 14 þúsund bækur og bæklingar á árinu 1999. Þar af voru
keyptar bækur um 3.960 bindi. Tímarit. blöð og ritraðir voru samtals um 5.000.
þar af 1.855 keyptar áskriftir. Altmikið af ritum sem gefin hafa verið safninu bíða
skráningar og eru ekki inni í þessum tölum.
Skráning í tölvukerfi
Færslur í Gegni, Greini (tímaritsgreinar) og Gelmi (handrit) voru orðnar um 837
þúsund í lok ársins og fjötgaði um rúmtega 117 þúsund á árinu. Bókasöfnum sem
eiga futla aðild að Gegni fjötgaði úr níu í tíu, en auk skrár safnsins hýsir hann
einnig samskrá um bækur 20 annarra bókasafna og tímarit um 60 bókasafna.
Útlán
Útlán voru um 72 þúsund og voru svipuð og á fyrra ári. Þar af var um 41 þúsund
lán tit stúdenta við H.í. og um níu þúsund til starfsmanna H.í. Úttán í útibúum og
tán á lestrarsali þjóðdeildar og handritadeildar eru ekki inni í ofangreindri tölu.
auk þess sem mikið af ritum er á sjálfbeina og því ekki skráð í lán séu þau notuð
innan safnsins.
Lenging opnunartíma
Eins og getið er í skýrslu síðasta árs tókst Háskólanum að útvega fjármagn á
fjárlögum til að lengja opnunartíma safnsins enn frekar en orðið var. Gerði Há-
skólinn samning við safnið um framkvæmd lengingarinnar. og tók hann gildi 1.
febrúar 1999. Samkvæmt samningnum verður safnið opið sem hér segir níu og
hálfan mánuð á ári: mánudaga til fimmtudaga kt. 8:15-22:00, föstudaga kl.
8:15-19:00, laugardaga kt. 9:00-17:00 og sunnudaga kl. 11:00-17:00. 1. júní - 15.
ágúst er opið virka daga kt. 9:00-17:00 og laugardaga kl. 10:00-14:00.
Skylduskil
Samkvæmt lögum nr. 43/1977 um skylduskil tit safna veitir Landsbókasafn við-
töku ötlu því sem prentað er í tandinu eða gefið út sem hljóðrit. Skitaskyldan tek-
ur til fjögurra eintaka af prentuðu máti en þriggja af hljóðritum. Eitt þessara ein-
taka er sent áfram tit Amtsbókasafnsins á Akureyri, hinum hetdur Landsbóka-
safn. 1. ágúst 1997 skipaði menntamálaráðherra nefnd til að endurskoða gildandi
lagaákvæði um skylduskil. undir forystu tandsbókavarðar. Nefndin skilaði drögum
að frumvarpi í desember 1999. Meðat þess sem tagt er til að bætist við sem
skytduskilaefni eru hvers kyns rafræn gögn. Frumvarpið verður til meðferðar Al-
þingis á árinu 2000.
Nokkrar gjafir
• Á samkomu starfsmanna safnsins 4. janúar færði Finnbogi Guðmundsson
fyrrverandi landsbókavörður safninu tuttugu binda tjósprentun Munksgaards
af íslenskum fornritum. Gjöfin er færð safninu í minningu nær hátfrar aldar
ferils þeirra feðganna í embætti landsbókavarðar. Guðmundar Finnbogasonar
1924-43 og Finnboga 1964-94.
• Hertha Töpper-Mixa óperusöngkona afhenti safninu 23. júní hluta af tón-
verkasafni eiginmanns síns. tónskáldsins dr. Franz Mixa. en hann lést 1994.