Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Side 150

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Side 150
Reiknistofnun Háskóla íslands Reiknistofnun Háskóla íslands (RHÍ) fagnaði 35 ára afmæli í desember. en hún varstofnuð í desember 1964 til þess að sjá um rekstur IBM 1620 tölvu Háskólans sem var með 40.000 (40 KB) stafa minni og ritvél sem inntaks- /úttakstæki og gefin H.í. af Framkvæmdabankanum af mikilli rausn eftir að IBM hafði gefið 607. afslátt sem veittur var vísindastofnunum. Rekstur stofnunarinnar gekk mjög vel á árinu 1999. halla sem hafði verið til nokkra ára var snúið í hagnað . en verulegur halli. 2.5 milljónir, varð á rekstri símkerfis Háskólans sem var færður til Reiknistofnunar á árinu og við það verður ekki unað. Mikil eftirspurn var eftir þjónustu stofnunarinnar. Oft hafðist ekki undan þannig að biðtími varð á tímabili of langur og því var starfsfólki í notendaþjónustu fjölgað. Starfsmannamál Nokkur hreyfing var á starfmönnum RHÍ á árinu. Kristján Þór Kristjánsson kerfis- fræðingur hætti í október og undir áramót hætti Sigfús Jóhannesson tæknifræð- ingur störfum. Eru þeim þakkað góð störf við hugbúnaðarþróun og umsjón. I not- endaþjónustu voru tveir nýir starfsmenn ráðnir. Albert Jakobsson og Finnur Þor- geirsson kerfisfræðingar. Reiknistofnun hefur verið einstaklega lánsöm með starfsmenn og byggir á sterkum kjarna sem hafa þjónað Háskólanum dyggilega í gegnum árin. Stúdentagarðarnir tengdir Um áramótin var lokið við að tengja 454 íbúðir á stúdentagörðum Félagsstofnunar við Háskólanetið. Einn tengill er í hverri íbúð og herbergi. Netkerfið er sítengt all- an sólahringinn og er getur flutt 10 megabita á sekúndu (Mbit/s) í báðar áttir. Til samanburðar er ISDN-innhringisamband 0.064 Mbit/s. Með þessu fá stúdentar aðgang að Háskólanetinu með sömu bandbreidd og starfsmenn H.í. hafa á skrif- stofum sínum eða tölvuverum. Ekki er fyrirsjáanlegt að slík tenging verði í boði á almennum markaði til heimila í nánustu framtíð. Tenging stúdentagarðana hefur verið fyrirhuguð frá því húsin voru byggð. Röra- lagnir fyrir Ijósleiðara milli húsa voru að mestu lagðar við byggingu þeirra. Verkið var unnið í samvinnu Reiknistofnunar og Félagsstofnunar stúdenta (FS). RHÍ sá um lagningu Ijósleiðara að Eggertsgötu 14 sem tengist Ijósleiðarakerfi H.í. Jafn- framt lagði RHÍ til leiðarbeini og aðstoðaði við hönnun kerfisins sem og uppsetn- ingu á búnaði. FS sá um allar Ijósleiðaralagnir milli húsa á stúdentagörðunum ásamt uppsetningu á tengiskápum. Ódýr þjónusta FS sér um að innheimta netþjónustugjald. 1.460 kr. á mánuði. Af því renna 623 krónur til RHÍ í bandvíddargjatd. sem fer upp í greiðslu á Internetumferð. Stúd- entagarðar flestra háskóla í nágrannalöndunum eru tengdir háskólanetunum með svipuðum hætti og var leitað að fyrirmyndum bæði austan- og vestanhafs. Vonir standa til að þessi aukna þjónusta mælist vet fyrir hjá íbúum stúdentagarð- ana. auk þess sem þjónustan ætti að stuðla að minna átagi á tölvuver RHÍ á há- skólasvæðinu. En á móti mun átag á Internetsambandið jafnvet margfaldast og kostnaður vegna þess aukast að sama skapi nema hagstæðari samningar náist við Internetþjónustuaðila H.í. Hraðara Internetsamband Háskóli ístands varð fyrsturtil að opna 10 Mbita/s samband við Internetið í gegn- um INTIS. Áður var Háskólinn með 2 Mbita/s samband. Nýja sambandið ætti að gefa háskólasamfélaginu verulega aukið svigrúm fyrir samskipti. kennslu og rannsóknir á Netinu. en það mun þó ekki duga lengi. Linux í tölvuverum RHÍ Bryddað hefur verið upp á þeirri nýjung að bjóða upp á Linuxstýrikerfið í tötvuver- um Reiknistofnunar. Fyrst um sinn er boðið upp á það í tölvuverum í VR II og Tæknigarði. Þeir notendur sem vilja fá Linux-stýrikerfið uppsett á tölvurnar sínar geta sótt slíka þjónustu til notendaþjónustu RHÍ. Einnig ber að geta þess að notendur geta fengið StarOffice uppsett á tölvurnar (bæði fyrir Windows og Linux). Þessi hugbúnaður er mjög líkur Microsoft Office 146
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.