Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Page 158
Við skulum varast öll skyndisvör við þessum spurningum. Slík svör fela vísast í
sér sleggjudóma sem ógna mannlegri skynsemi og rökræðum. En það telst von-
andi ekki vera óréttmæt krafa til fjölmiðla að þar séu stundaðar vandaðar um-
ræður um hagsmunamál þjóðarinnar. Ábyrgð fjölmiðla hlýtur að felast í þeirri
skyldu að upplýsa landsmenn sem best um málefni sem snerta almannaheill. Ef
á þessu eru alvarlegir misbrestir, þá vaknar sú spurning hvort unnið sé í anda
þess lýðræðis sem á að gegnsýra þjóðfélagið.
Ef þið viljið stjórna lífi ykkar, kandídatar góðir. þá komist þið ekki hjá því að takast
á við spurningar um þjóðfélag okkar. af þeim toga sem hér er vikið að.
Hlutverk og dómgreind
Þá kem ég að síðari spurningunni um ábyrgðina. Gagnvart hverjum eruð þið
ábyrg? Áður en ég svara þeirri spurningu vil ég benda á að forsenda þess að
manneskja sé ábyrg gagnvart öðrum er sú að hún beri ábyrgð á sjálfri sér. Sá
sem ber ábyrgð á sjálfum sér er um leið ábyrgur gagnvart sjálfum sér og öðrum.
Hverjir eru þessir aðrir? Þið eruð ábyrg gagnvart þeim sem geta með réttu. ef til-
efni gefast, sakað ykkur um að hafa brugðist sér. Hverjir eru í þeirri stöðu?
Bersýnilega ykkar nánustu aðstandendur og vinir. starfsfélagar og fólk sem þið
vinnið fyrir - og raunar allir sem þið hafið skyldur við eða eruð skuldbundin með
einum eða öðrum hætti. Hér blasir við ábyrgð ykkar gagnvart mannfélaginu í
heild sinni sem gerir réttmætar kröfur um að þið vinnið störf ykkar af heilindum
og vandvirkni. Ábyrgð ykkar getur líka náð til genginna forfeðra og þá ekki síður
komandi kynslóða sem munu dæma þá sem nú lifa af ákvörðunum sem skipt
hafa sköpum fyrir líf þeirra og lífsskityrði.
Hvers vegna berið þið ábyrgð gagnvart þeim aðilum sem hér hafa verið taldir? Við
því er ekkert einfalt svar. heldur ræðst svarið hverju sinni af þeim hlutverkum
sem þið gegnið í lífi viðkomandi og hvaða þýðingu þau hafa. Ábyrgð foreldra
gagnvart ungu barni sínu á sér svo augljósar ástæður að það þarf naumast að
nefna þær; barnið á atlt sitt undir forsjá foreldranna. Ábyrgð borgara gagnvart
ríkinu er álíka augljós; ef hún væri ekki til staðar myndi ríkið umsvifalaust hrynja.
Ábyrgð kennara gagnvart nemenda er einnig deginum tjósari: ef hún er ekki fyrir
hendi verður kennslan marklaus og námi nemandans ógnað.
Hvað skiptir mestu til þess að þið getið borið þá ábyrgð sem fytgir hlutverkunum
sem þið takið að ykkur? í fæstum orðum. dómgreind ykkar og skilningur á því
sem gera skal. Hvort tveggja hefur vonandi eflst í námi ykkar við Háskóla íslands.
Nú hef ég varpað til ykkar. ágætu kandídatar. þeirri spurningu hvernig þið hyggist
axla ykkar ábyrgð. Þið getið vissulega spurt á móti hvernig Háskólinn og kennar-
ar hans hafi axtað sína ábyrgð gagnvart ykkur. Þið skuluð ekki hika við að segja
okkur til syndanna og benda á það sem betur má fara í starfi Háskólans. Háskól-
inn og deildir hans þurfa - ekki síður en aðrar stofnanir og fyrirtæki - á réttsýnni
og rétttátri gagnrýni að halda.
Um leið og Háskólinn þakkar ykkur fyrir samfylgdina tit þessa og óskar ykkur til
hamingju með prófgráðuna. þá vonast hann til þess að þið fylgist áfram með
starfi hans og takið þátt í því af áhuga. Fólk á ævinlega að táta eftir sér að tæra
það sem það langar til!
Forvitni, þroski, auðmýkt
Ræða 19. júní 1999
Hvað gefur lífinu gildi?
Ég óska ykkur. ágætu kandídatar. fjölskyldum ykkar og aðstandendum hjartan-
lega til hamingju með daginn. Nú standið þið á tímamótum og því er vet til faltið
að horfa í senn yfir farinn veg og skyggnast fyrir um hið ókomna. Ég hvet ykkur til
að nýta þessa hátíðarstund tit að hugteiða og ræða hvað gefur tífinu gildi. Hér er
af mörgu að taka: Auður, völd og frægð eru oft nefnd sem eftirsótt veraldargæði.
Vísindi. listir og leikir eru huglæg gæði sem fólk sækist eftir. Réttlæti. vinátta og
frelsi eru meðat þeirra siðferðisgilda sem mest eru lofuð. í dagsins önn getur
einn einasti kaffibotli eða hlýlegt bros bláókunnugrar manneskju gefið lífinu gildi.
Þessi ólíku dæmi sýna okkur að það er ekki til neinn einfaldur. sameiginlegur
mætikvarði á þau gæði sem gefa lífinu gildi.
154