Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 8
VI
BÚNAÐARRIT
1923. Hann fylgdist vel með framförum í sínum grein-
um búfræðinnar, las mikið af því, sem ritað var um
þau efni. Tvisvar fór hann utan, eftir að hann kom í
þjónustu Búnaðarfjelags íslands, og naut til þess styrks
frá fjelaginu. 1903 fór hann utan, til þess aðallega að
vera á smjörsýningum í Danmörku og til þess að kynn-
ast meðferð smjörsins þar. 1923 fór hann utan, til þess
að kynnast því sem gerst hafði á Norðurlöndum til úm-
bóta naulpeningsræktinni o. s. frv., kom á búnaðarsýn-
inguna í Gautaborg og var þar á fundi Búnaðarvísinda-
fjelags Norðurlanda.
Sigurður lagði alla tíð mikla alúð við starf sitt, en
ýms önnur málefni voru honum þó hugleikin, einkum
þjóðfjelagsmál, Ijet hann þar oft allmjög til sín taka.
Alþingismaður var hann 1901 og 1909—1919, sat á 12
þingum alls; þann starfa mun hann hafa metið einna
mest, og vissu þeir, sem honum voru nákunnugir, hve
honum sárnaði, þegar hann náði ekki kosningu síðast.
Um þingmannskosti hans þarf ekki að ræða hjer, hann
reyndist á þingi, sem annarsstaðar, Dýtur maður, og
kjördæmi sínu gagnlegur. — Auk búnaðarmálanna og
stjórnmálanna, mun saga landsins hafa verið honum kær-
asta umhugsunarefnið; hann las mikið ýmiskonar inn-
lendan sagnafróðleik og hafði yndi af aðræðaum slík efni.
Sigurður getur glaður og ánægður litið yfir æflferil
sinn af þeirri sjónarhæð, sem hann nú er staddur á,
hann vann landi sínu af trú og dygð, og varð vel
ágengt í því, að stuðla að hagsbótum landbúnaðarins.