Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 167
BtiNAÐARRIT
305'
fjelag íslanda kæmi upp fyrirmyndarbúi í nánd viö
Reykjavík, þar sem fram færu tilraunir í ýmsum
greinum búnaðarins o. s. frv. — Eftir nokkrar um-
ræður var samþykt með meiri hluta atkvæða, svo-
hljóðandi tíllaga frá flutningsmanni:
„Aðalfundur Búnaðarfjelags íslands skorar á stjórn
Búnaðarfjelagsins að athuga og leggja fyrir næsta
Búnaðarþing, hvort ekki sje tiltækilegt að Búnaðar-
fjelagið komi upp heimili í sveit (helst nálægt
Reykjavík) þá fjárhagur leyfir, þar sem rekinn sje
fyrirmyndar búskapur í öllum greinum búskaparins".
3. Theodór Arnbjörnsson, ráðunautur Búnaðarfjelags
íslands, flutti erindi um búnað Húnvetninga á 50
ára tímabilinu frá 1873 —1922. Gaf hann rökstutt
og ítarlegt yfirlit um búnaðarástand í sýslunni á
ýmsum timum á þessu tímabili, breytingar á mann-
fjölda, skepnufjölda, ásetning, árferði, mannskaða
vegna fiskiveiða, jatðabætur búnaðarfjelaga, kynbæt-
ur búfjár og meðferð þess. Rakti hann all-ítarlega
hvernig umbótum á þessu sviði hefði smáþokað
áfram, og lagði að lokum ríkasta áherslu á það,
hverja fjárhagslega og menningarlega þýðingu það
hafi að stunda búfjárræktina rjettilega.
4. Árni G. Eylands, ráðunautur Búnaðarfjelags íslands,
flutti fyrirlestur um samgöngur. Mintist á járnbrautar-
lagning um Suðurland og bílvegalagning austur, frá
Reykjavík; taldi efamál hvort rjettara mundi. Talaði
um þörfina á því, að fá sem fyrst bílfæran veg frá
Borgarnesi til Akureyrar. Gerði með teikningum o. fl.
ítarlegan samanburð á fimm leiðum frá Borgarnesi
til Borðeyrar, og áleit sjálfsagt að vegurinn lægi um
Dalasýslu. — Að lokum lagði hann ríka áheislu á
þá ósk, að allir menn í hlutaðeigandi sýslum stæðu
fast saman um það, að hrinda þessu þýðingarmesta