Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 216
354
BÚNAÐARRIT
Við framanskráða skýrslu, um starfsem fóðurræktar-
innar s. 1. ár, vil jeg bæta nokkrum orðum, til stjórnar-
innar og búnaðarmálastjóra, um starfsemina eftirleiðis
og um aðstöðu fóðurræktarinnar til fóðurræktar-tilrauna.
Eins og stjórninni er kunnugt, er nú alt það land,
sem fóðurræktin heflr yfir að ráða í gróðrarstöðinni, notað
til hins ítrasta, til tilrauna. Engum af þeim tilraunum
er enn lokið, og legg jeg því til að þeim veiði haldið
áfram næsta ár, og er þá Utilokað að nýjar tilraunir
komist þar að, nema ef vera kynni að hægt yrði að
koma að tilraunum í smáum stíl með nokkrar nýjar
tegundir af köfnunarefnisáhurði, og mun jeg gera það,
ef jeg, við nánari athugun, sje það fæit. NU er það sýnt,
að köfnunarefnisáburður (einkanlega) notast hjer vel, enda
fara innkaupin vaxandi árlega. En hjer getur verið um
margar tegundir að velja, en tilraunir vantar um það,
hverjar af þeim eiga best við alment og undir sjerstök-
um kringumstæðum, og er mikilsvert að fá Urskurð til-
rauna í stærri stíl um þetta. í öðru lagi er það kunn-
ugt, að gróðrarstöðin hefir ekkert land til nýræktar-
tilrauna, en nU er vonandi að nýrækt aukist í landinu
til stórra muna á næstu árum, og því er nauðsynlegt
að tilraunastarfsemin geti líka vísað rjettu leiðina þar,
um undirbUning landsins, ræktun og fræval, og aila
ræktunarhætti.
Af þessum höfuðástæðum er ijóst, að fóðurræktin þarf
að fá meira land til tilraunanna, og þá sjerstaklega ný-
yrkjuland. Þetta hefir líka síðasta BUnaðarþingi verið
ljóst, þess vegna fól það stjórninni að leita eftir og gera
ráðstafanir til að fjelagið gæti fengið jarðnæði, vegna
fóðurræktartilrauna og annara tilrauna. í þessu skyni
hefi jeg skoðað 3 jarðir hjer í nágrenni Reykjavíkur, og
skilað áliti um þær, til stjórnarinnar. En þetta bætir
ekki Ur bráðri þöif. Þess vegna leyfi jeg mjer, í sam-
ráði við bUnaðarmálastjóra, að leggja það til við stjórn-
ina, að hUn leiti samninga við þá menn, sem nýyrkju