Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 48
190
BÚNAÐARRIT
arnar hafl slegið nægilega vel á engjum, en reynst afar-
erfiðar, svo ekki voru þær drægar nema duglegustu
hestum, og þó eigi nema stutt í senn. Urðu þær að
litlu liði, sökum þessa annmarka, því ekki tókst að
breyta þeim, svo 2 hestar yrðu notaðir til dráttar.
Eggert Finnsson, bóndi að Meðalfelli í Kjós, fjekk lán-
aða sláttuvjel Jakobs Árnasonar. Hann skrifar um vjelina:
„Hún hafði dráttarbúnað (kjálka) íyrir 1 hest. Jeg not-
aði vel vanan og duglegan ökuhest fyrir hana. Hann
dró hana vel rúman klukkutíma, en varð löðursveittur
við það. Sú vjel var öll grófgerð og þung, þung í drætti,
hafði þykka og gisna fingur, og sló fjarri rót (loðið)“.
Árið 1895, sama árið og fyrsta vjelin kemur til
suðurlands, keyptu nokkrir Eyfirðingar sláttuvjel í fjelagi.
Stóð Stefán Jónsson, bóndi á Munkaþverá, fyrir þeim
kaupum, en Magnús Sigurðsson, á Grund, notaði vjel-
ina mest. Yjel þessi var amerísk, Mc. Cormick, með 4x/a
fets greiðu, gisfingraðri. Magnús skrifar um þessa vjel1):
„Fyrir vjelinni ganga 2 hestar. Sjeu hestarnir orðnir
vanir við að draga vjelina og sýni enga óþægð, þá má
eigi kalla hana þunga, nema því að eins, að jarðvegur-
inn sje mjög gljúpur og blautur. Vjelin slær best á
óleirrunnum flæðiengjum, með fremur gljúpum mosa-
kendum jarðvegi, og hygg jeg að hún muni á þannig
lagaðri jörð slá eins vel og sláttumenn alment gera
með ljá. Aftur á móti slær hún ver þar sem þurt er
undir, og slær hún þá nálægt 1 þuml. frá rótinni. —
Jeg hefi ekki reynt að slá með henni á túni, og tel jeg
vafasamt, hvort gerandi er að nota hana til þess, þegar
tún eru einungis einslegin, en sjeu þau slegin tvisvar,
er án efa gott að láta hana slá í fyrra sinn. Þar sem
jaiðvegur er góður, slær vjelin á við 6—8 menn“.
Ári síðar kaupa Skagfirðingar samskonar vjel, var hún
aðallega notuð á Reynistað, hjá Sigurði bónda Jónssyni.
]) í brjefi til Sigurðar heitins Sigurðssonar ráðunauts. — Sjá
“Búaaðarrit11 15. ár, 1901, bls. 87.