Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 156
294
B'tí'NAÐARRIT
Gróhraðinn er hjer lágur, eins og á allflestu fræi frá
siöastl. sumri. — Ekki virðist það heldur vera betur
nje fyr þroskað, og ekki er fræþyngdin meiri.
Þó má ekki taka það svo, að skilyrðin t. d. í Fljóts-
hlíðinni sjeu engu betri fyrir fræþroskun heldur en hjer
á Reykjanes-skaganum. Teldi jeg fljótfærnislegt að álykta
það, aí þessari einu rannsókn, því áburðarskilyrðin hafa
ekki verið jöfn. Alt reykvíska fræið ræktað með tilbún-
um áburði, en hitt með búfjár áburði; en hann er öllu
óhentugri fyrir fræþroskunina. Það eitt er hægt að full-
yrða, að fræið hefir náð fullri lífeðlislegri stærð á báð-
um stöðum, en rigningasöm veðrátta um og eftir að
tegundirnar frjóvguðust, hefir orsakað á báðum stöðum,
að fræstöngin hefir lagst í legu um þroskunartímann.
Fræið hefir þroskast liggjandi í votu grasinu (þelanum)
og orðið hálf-fúkkað, áður en það var tekið. — Það
hefir spírað seint og ekki vel, þó það sje aí fullri stærð.
Grasfræræktar-tilraunir.
Það hefir nu verið all-ítarlega skýrt frá rannsóknum
á íslensku grasfræi, og bera þær það með sjer, að teg-
undirnar: vallarsveifgras, hásveifgras, blásveifgras, tún-
vingull, sandvingull, snarrótarpuntur og háliðagras ná
hjer á landi fullum lífeðlislegum þroska í meðal árferði,
og það innan þeirra tímatakmarka, sem gerlegt er að
vinna við frærækt af þeim.
Markmið' það, sem stefna verður að, ef eitthvað á að
verða meira en þekkingin á hinum ýmsu eiginleikum
liverrar tegundur, er og verður það, að koma á fót
innlendri grasfrœrœkt.
Skal nú stuttlega drepið á það helsta, sem snertir
kjarna málsins.
Alt frá 1915 til 1923 ganga áiyktanir Búnaðarþing-
anna í þessu máli í þá átt, að safna fræi og rækta það
í gróðrarstöðvum landsins, og hjá þeim, er taka vildu