Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 91
BUNAÐAKRIT
233
öll leg á vjelinni má hreinsa á þann hátt, að hella
steinolíu í þau, og hreyfa ásana, uns steinolían rennur
tær út aftur. Á eftir er svo smurt rækilega
með fituolíu. Greiða, fingur, greiðuskór og Ijáir
hreinsast vendilega, og smyrjast t. d. með bráðinni
ósaltaðri tólg, koppafeiti eða grænolíu.
Leiki grunur á, að leg sjeu slitin, eða ásar, eða aðrir
innri hlutar vjelarinnar, er sjálfsagt að taka vjelina í
sundur til athugunar. Ef annaðhvort keilutannhjólið er
slitið, er ráðlegast að endurnýja þau bæði. Sama er að
segja um skátannahjólin. Tvö tannhjól vinna aldrei vel
saman, ef annað er slitið, en hitt nýtt og óslitið.
Þrifalegt er og vel til vinnandi, að mála vjelina á
hverjum vetri.
Viðhald og varahluiakaup.
Um leið og gengið er frá vjelinni til geymslu, er
skrifað upp alt, sem viðgerðar þarfnast, og einnig það,
sem virðist vera að þrotum komið, þó nothæft sje.
Varahlutapöntun, er skrifuð eftir varahlutalistanum,
og þess gætt, að skrifa rjett bókstafsmerki, tölunúmer
og nafn á hverjum hlut. Varahluta-pantanir ættu að
sendast strax úr nýjári, einkum er áríðandi að hafa
tímann fyrir sjer með pantanir á varahlutum í ame-
rísku vjelarnar. Með varahluta-pöntunum þurfa að fylgja
upplýsingar um nafn vjelarinnar, gerð, (merkið á lokinu
á verkfærakassanum), stærð eða greiðulengd, og hvenær
hún sje keypt. T. d.: „Vjelin er Herkúles-vjel, gerð F.,
greiðan 31/* íet (26 fingur); keypt 1925“.
Hjer fer á eftir varahluta-listi með myndum, sem
gildir að eins fyrir sláttuvjelina „Nýja Herkúles", með
þjettfingraðri 3^/s' greiðu, gerð F.
Þessi listi getur eigi að siður verið til hliðsjónar við
pöntun varahluta í aðrar sláttuvjelar, og virðist því
16