Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 106
248
BÚNAÐARRIT
Ef vjelin endist í 12 ár, og kostar 465 krónur, er
afborgun og 7°/o renta af þeirri upphæð, um 72 krónur
á ári. Ljáir og varahlutar, til viðhalds vjelinni, kosta
vart meira en 18 krónur á ári, fyrstu árin, en sá út-
gjaldaliður vex álíka ört og rentugreiðslan lækkar. Má
því áætla að árleg útgjöld við sláttuvjelareignina sjeu
um 90 krónur, ef vjelin er keypt því verði sem nú er;
ef hún endist í 12 ár, og greiða verður 7% vexti af
kaupverðinu. Er hjer vel í lagt.
Með hliðsjón af þessum tölum og kaupgjaldi því sem
greitt er um sláttinn, má fara nærri um hve mörg
sláttumannsdagsverk sláttuvjelin þarf að spara búinu,
til þess að hún verði hjálparhella, en ekki ómagi við
heyskapinn. Og þá er að eins eftir að athuga hvort
vjeltæka landið sje svo stórt, eða stærra, en að nemi
þessum dagsverkafjölda. Gera má ráð fyrir, að með 3V/
vjel, sje slegið á við 4—8 menn, eftir staðháttum og
landi, og leikni sláttumanns og hesta.
Alls hafa verið notaðar og reyndar hjer á landi að
minsta kosti 15 tegundir sláttuvjela1), og margar fleiri
eru í boði. Af þessum vjelum eru það að eins 4, sem
náð hafa verulegri útbreiðslu: Mc. Cormick, Deering,
Milwaukee og Herkúles. Allar slá þessar vjelar nægilega
vel á góðum engjum, og sömuleiðis á grasgefnum tún-
um, ef þær eru vel hirtar og í góðu lagi. Um þetta at-
riði Verður ekki deilt, því með þessum vjelum slá menn
há á túnum, sje hún vel sprottin, og er vafasamt hvað
unnið er við, að sláttuvjelar sjeu nærslegnari en þessar
vjelar eru.
Styrkleiki vjelanna er mismunandi; Milwaukee er
óefað veikbygðust þeirra, og Herkúles mun vera traust-
ust. — Að líkindum verða það vjelarnar: Deering,
Herkúles og Mc. Cormick, sem vinsælastar verða á
1) Mc. Cormick, Deering, Herkúles, Milwaukee, Yíking,
Delma, Herba, Lanz Wery, Valter & Wood, Osborne, Jonston,.
Adriance, Mesna, Dausche Werke, Tyrfingur, og líklega fl.