Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 66
208
BÚNAÐARRIT
ing hreifist Ijárinn 2X76 m.m., t. d. 76 m.m. til vinstil
og sömu vegalengd aftur til hægri. Á 3^2 íets greiðu
með 76 m m. bili milli fingra, eru 13 fingur (sjá vara-
hlutamynd 4312), Þessar greiður, sem venjulega eru
notaðar erlendis, köllum við gisfingraðar greiður. Auk
þeirra eru smíðaðar greiður með grennri fingrum, og
eru fingurnir þá helmingi fleiri, — 26 á 3‘/s feta
greiðu, (sjá varahlutamynd 4406). Ljásveiflan er jafn
iöng, þó notuð sje þjettfingruð greiða, en af því leiðir
að sveiflan nær yfir 2 fingrabil á þjettfingruðu greið-
unni. Þessar greiður slá nær rót heldur en hinar, og
19. mynd.
Þverskurður af sláttuvjelar-greiðu. — (Nýja Herkúles).
betur þjett og mjúkt gras. Þær eiga því betur við ís-
lenska staðhætti, enda eru þær notaðar nær eingöngu
hjer á landi. Þó má vera að vjelar með gisfingruðnm
greiðum, slái eins vel, og sjeu ijettari í drætti, á mosa-
miklum engjum, þar sem gras er hátt, en fremur
gisið. Auk þess að fingurnir eru mismunandi gildir, eru
þeir mismunandi að gerð, meira eða minna bognir
o. s. frv.
Fyrstu sláttuvjelarnar sem fluttust hingað til lands-
ins, voru allar með gisfingruðum greiðum og var það
ein orsök þess, hve erfiðlega gekk með notkun þeirra.
Verulega útbreiðslu fengu sláttuvjelarnar því ekki, fyr
en vjelar með þjettfingruðum greiðum fóru að flytjast
hingað, 1908.
Eins og fyr er sagt, á greiðan að stefna hornrjett