Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 145
BÚNAÐARRIT
283
Af sömu tegundum og hjer getur, er ekki hægt að
gera samanburð, því jeg hefi ekki getaö náð í.hliðstæðar
rannsóknir af sömu tegundum, hvorki í dönskum eða
norskum fræðiritum.
Tel jeg hjermeð í rauninni fullsan'nað, að 5—7 af
okkar algengustu grastegundum og ræktarhæfustu, nái
hjer fullum lífeðlislegum þroska í meðal árferði, og það
innan þeirra tímatakmarka, sem frærækt er af þeim
möguleg.
Vík jeg þá aftur að því atriði, sem mjer hefir virst
hafa áhrif á frægæðin. Eins og nú hefir verið frá skýrt
(sjá töflu II), þá ná grastegundirnar mestum frægæðum
á leirmóajarðvegi, sem stafar meðfram af því, að grasið
legst þar síður í legu en á mýrarjörð, þá hefir það
mjög mikla þýðingu hvernig næringarskilyrðin eru. Kalí
og fosforsýru-áburðartegundir geta, ef bornar eru á hæfi-
lega, fiýtt fyrir þroskun fræsins. Of mikill köfnunarefnis-
áburður eykur venjulega (helst í rigningasumrum) um
of blaðvöxt og strálengd, veldur það legðu hjá fræ-
stönginni, en það hefir áhrif á hvernig fræið þroskast.
Þó að ræktun fræsins hafi lánast vel, og það hafi ekki
orðið fyrir skemdum yflr þroskunartímann, þá getur
meðferð þess ráðið allmiklu um, hvernig það reynist við
spirunar-tilraunir. Mjer hefir fundist fræið spíra betur,
ef það er látið eftirþroskast á fræstönginni, heldur en
þreskja það strax eftir að stöngin er skorin. Yenjuleg-
ast mun vera best, að þurka fræstöngina í 2—3 vikur,
áður en hún er þreskjuð, enda vinst hjer tvent í einu.
Fyrst verður fræið stærra og betra, og í öðru lagi getur
fræið þornað það vel, að ekki þurfi að þurka það meira.
Jeg hefi nokkuð fyrir mjer í þessu. Sumarið 1924
þurkaði jeg alla fræstöngina í tilrauna-reit mínum í ca/
2 vikur og þreskjaði rjett á eftir, vildi jeg svo vita
hvort fiæið spíraði betur við meiri þurkun. Jeg skifti
fræinu í tvo fiokka: 1. vindþurkuð (þ. e. á stönginni),
2. vindþurkuð + ofnþurkuð. Gerði jeg svo spírunar-