Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 223
BÚNAÐARRIT
361
Eyjafjarðarsýslu var jeg á 9 sýningum, sú síðasta var
19. okt. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal. Voru sýningar
í öllum hreppum sýslunnar, nema í Saurbæjarhreppi og
Ólafsfjarðariireppi. Yfirleitt voru sýningarnar vel sóttar
og sumar ágætlega. — Fyrsta sýningin í Skagafjarðarsýslu
var í Holtshieppi 23. okt. Alis voru haldnar í sýslunni
15 sýningar, sú síðasta á Skefilsstöðum 9. nóv. Að eins
ein sýning fórst fyrir í sýslunni, vegna veðurs. — Hafði
jeg þá verið á 34 sýningum, yfir haustið. Á þeim öll-
um, að 2 frátöldum, gerði jeg grein fyrir dómnum, og
flutti stutt erindi uin sauðfjárrækt. — Úr þessari ferð
kom jeg heim 16. nóv., og hafði þá verið í þessari fetð
70 daga, en að heiman yfir árið 100 daga.
Hinn tíma ársins var jeg heima og vann úr skýrsl-
um frá fjelögum og einstaklingum, er Búnaðarfjel. ísl.
bárust, og heyra undir minn verkahring. Auk þess svar-
aði jeg brjefum og fyi irspurnum, er mjer bárust, og
vann að annari innivinnu fyrir Búnaðarfjelag íslands.
— Sje svo ekki ástæðu til að teygja þenna lopa lengra.
Reykjavík, 4. apríl 1926.
Theodör Arnbjörnsson,
frá Ósi.
Skýrsla sandgræðsluvarðar 1925:
Árið 1925 byrjaði starfsemi mín út á við, fyrir sand-
græðsluna, í miðjum maí. Voru þá menn ráðnir t.il vinnu
á þeim stöðum, sem búið var að giiða. — Staðirnir voru:
1. Bolungarvik, ísafjarðarsýslu.
2. Eyrarbakki, Áinessýslu.
3. Reykir á Skeiðura, Áinessýslu.
4. Kaldárholt, Rangárvallasýslu.
5. Fellsmúli og Múli, Rmgárvallasýslu.
,r *
24