Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 72
214
BÚNAÐARRIT
Delmu og Herkúlesar, var 122 cm. en Milwaukee, 16,5
cm. DráttarþuDgi vjelanna var: Delma, 128 8 kg.,
Herkúles, 93,8 kg. og Milwaukee 113,1 kg., allar töl-
urnar eru miðaðar við eins meters skárabreidd. Raun-
veruleg skárabreidd vjelanna var ofurlítið innan við 1
meter, svo dráttarátak hestanna var: Dalma 128 kg.,
Herkúles 90 kg., og Milwaukee 102 kg. Dessar tölur
eru nokkru hærri en samskonar tölur erlendar. Þar er
talið, að dráttarþungi jafn stórra sláttuvjela sje 70 — 80
kg. En eðlilegt að íslensk tún sjeu erflðari til sláttar,
en erlend sáðtún. Þessar tötur eiga allar við vjelar sem
eru óslitnar og í góðu lagi. Vjelar, sem eru slitnar og
illa hyrtar, eru langtum þingri í drætti.
Dráttaiþungi sláttuvjela við slátt á íslenskum eDgj-
um, heflr aldrei veiið mældur, en óefað er hann mun
minni en á túnum.
IV. Sláttuvjclin sett snman.
Vjeiarnar eru vanalega sendar frá verksmiðjunni í 3
sendingum:
1. Sjálf vjelin, meðaðalhjólum; og ýmsir rr.inni vjel-
arhlutar bundnir við vjelarbolinn.
2. Aðalstöngin.
3. Kassi. í honum er greiðan, ijáir, dráttartaugar
og ýmsir smáhlutir.
í verkfærakassa vjelarinnar er leiðarvisir um sam-
setningu, hirðingu, notkun og viðhald vjelarinnar. —
Athugið þennan leiðarvísir og hafið hann við hendina,
þegar vjelin er sett saman.
Veljið þuran og hreiniegan stað til að setja saman
vjelina. Fyrst opnar maður kassann, og leysir alla saman-
bundna vjelaihluti, og leggur þá þannig frá sjer, að
maður hafi gott yflrlit yfir þá. — Svo er byrjað að
setja samau.