Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 134
276
BÍTNAÐARRIT
ins en hæstu grómagnstölur hvert ár fyrir hverja
tegund.
Það sem hefir þýðingarmestu áhrifin á gæði fræsins
ár hvert er veðurfarið, sjerstaklega hvernig viðrar frá
því tegundin eða tegundirnar frjóvgast og þangað til
þær eru fullþroska. Þá hefir það og æði mikið að segja,
hvernig viðrar um það leyti sem fræið er tekið og
þreskjað. Mjög langur þurkunartími, af völdum rigninga,
getur rýrt gæði þess að miklum mun.
Tafla I sýnir það, að spírunin, sjerstaklega gróhrað-
inn, sje misjafnlega hár og lágur ár frá ári fyrir all-
flestar tegundir (sjá nr. 1—7). Hár gróhraði er talinn
sá fyrsti og sjálfsagðasti mælikvarði á gæði fræsins.
Frævara, sem hefir mjög lágan gróhraða, er talin lítt
nothæf til útsæðis, þó grómagn hennar sje allhátt (80—
90%), því reynslan sýnir, að útispírun fræsins fer eftir
gróhraðanum aðallega, en ekki eins grómagninu.
Þegar nú verðleiki fræsins er svo mikið háður gró-
hraðanum (eða spírunarflýtinum) þá liggur það í hlutar-
ins eðli, að nauðsynlegt er að gera sjer grein fyrir,
hvað hefir áhrif á hann.
Ræktun fræsins og meðferð eru þeir gerendur, sem
athuga þarf, og haga því þannig, að leiðir finnist, sem
draga úr áhrifum árferðisins á frætekju og frægæði.
Það sjest af töflu I, að meðaltals-gróhraði er yfirleitt
iágur, þó misjafnt sje fyrir hinar ýmsu tegundir. Minst
virðast áhrifin á tún- og sandvingul, en þó er allmikill
munur á gróhraða þessara tegunda 1924 og 1925.
Miklu minni munur er á grómagninu ár frá ári, og
fræþyngdin heldur minni í rigningasumri en þurka.
Til þess að gera sjer ljóst, hvað hefir valdið því, að
hver tegund sýnir ekki sömu frægæði öll árin, en þó
sjerstaklega hin 2 síðust-u, er best að athuga veðurfars-
yfirlit það, sem hjer fer á eftir, og nær yfir 4V* mánuð,
frá 1. maí til 10. sept.: