Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 68
■210
BÚNAÐARRIT
iþetta oiðið tíl þess, að skapa þá trú hjá mönnum, sem
notað hafa vjelar með 17 blaða Ijáum, að 17 blaða ljáir
væru bestir. En að sjálfsögðu eiga 17 blaða Ijáirnir ekki
við vjelar með venjulegu hjámiðjuhjóli. — Smíði vjela
með 3Vs fets 17 blaða Ijáum er nú hætt.
Einnig hafa flust hingað Ijáir með tenntum blöðum,
en ekki heflr það verið viðurkent erlendis, að þeir hefðu
neina yflrburði fram yflr ljái með veDjulegum blöðum.
l.oks er vert að nefna vjelar með 2 ljrum, þó ekki
hafl þær verið reyndar hjer á landi. í stað þess að 1
Ijár hreyfist og skeri grasið við fingur greiðunnar, eru
þessar vjelar útbúnar með 2 Ijáum, sem báðir hreyfast,
er annar undir og hinn ofan á, og klippa þeir grasið á
milli sín. Um eitt skeið voru slikar vjelar Í3míðaðar í
Noregi. Yoru kendar við verkfræðing, sem smíðaði þær,
og nefndar „Bjering". Þær náðu ekki útbreiðslu og fjell
srniðið niður, þrátt fyrir það þótt vjelin hefði fengið
fremur góðan dóm á vjelareynslustöð ríkisins. Nú eru
Ameríkumenn farnir að smiða vjelar af þessari gerð, en
ekki hafa þær náð útbreislu i Norðurálfu.
Við ytri enda greiðunnar er múgfjölin, 3924, H.
fest. Hún ýtir grasinu, sem slæst, í múg, og skilar
hreinni götu milli hins slegna og þess óslegna; sje
gatan ekki hrein, safnast gras undir innri skó greið-
unnar, Jyftir henni og spillir slættinum.
Sláttarstillir er festur á vjelarbolinn. Það er
vogarstöng, sem hefir áhrif á greiðuna, þannig, að fmg-
urnir stefna mismunandi mikið niður að framan, eftir
því sem vogarstöngin er fæið til. Þannig er greiðan og
Jjárinn lagður nærri eða fjarri, eftir vild. Eðlilegastur er
slátturinn, þegar ljablöðin stefna hornrjett á stráin, það
spillir því oft slættinum að steypa greiðunni mjög mikið,
— láta liggja mjög nærri.
Lyftan er vogarstandar-útbúningur, sem er ýmist
festur á vjelarbolinn eða á dragfækin (á stöngina), sjá
22. mynd. Hún er til að hefja greiðuna frá jörð, lyfta