Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 30
172
BÍJNAÐ AR.RÍT
3. Veggirnir eru ósljettir og úr torfl; verða þeir því
eigi þvegnir nje sótthreinsaðir (t. d. raeð kalki), þótt
nauðsyn beri til.
4. Vatnsleiðslan er ófullkomin. Þegar gaflinn er not-
aður sem stífla, er hann altaf rakur, að innan sem utan.
Toifveggur er líka ónýt stifla, er til lengdar lætur, eink-
um ef vatnsþrýstingurinn er mikill (sbr. Neðra-Apavatn).
Svo er það heldur ekki rjett, að nota altaf lindavatn í
klakhúsin, eins og gert var alstaðar þar, sem jeg fór
um. í lindavatni er, eins og gefur að skilja, mjög lítið
súrefni; stundum geta verið uppleyst í því skaðleg efni;
en verstur er þó hitinn. Útklakningstíminn fer, eins og
kunnugt er, eingöngu eftir hitastigi vatnsins. Er það
mikils vert og ber að keppa að því, að seiðin komi
úr hrognunum á þeim tíma, er þau sjálf geta fundið
þá fæðu í vatninu, sem er þeim eðlilegust. Það er
neyðarúrræði, sem ber að forðast, að þurfa að fóðra
seiðin, því að hið besta fóður, þar á meðal þorskhiogn,
jafnast hvergi á við það, sem náttúran heflr að bjóða.
Sjálfsagt er að reisa klakhúsin við tæra læki, ef til
eru; sakar eigi mjög þótt þeir gruggist öðru hvoru, ef
það er eigi lengi í einu. Lækjavatnið er á veturna kald-
ara en lindavatnið og mundu seiðin yfirleitt þróast þar
betur og eðlilegar, enda eru lífsskilyrði þar þau sömu
og seiöin eiga að búa við, er þau vaxa. Eu þar, sem
ekki er kostur á öðru en lindavatni, ættu menn að kæla
það með því, að leiða það í opnum stokk eða eftir möl
(ekki torfskurði!) góðan spöl frá lindinni og reisa klak-
húsið þar.
5. Klakstokkarnir eru vart nothæflr. Þess er eigi gætt,
sem telja verður eitt nauðsynlegasta skilyrði góðs árang-
urs, að hrognin snerti botninn með sem allra minstum
fleti, svo að vatnið geti sem best leikið um þau.
6. Rensli vatnsins eftir stokkunum virðist vera ófull-
komið (t. d. mismunandi á ýmsum stöðum í sama stokk).