Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 111
BT3NAÐAítRIT
253
frá, er það, a8 rannsaka hver af fóðurgrösununr bera
hjer fullþroska fræ og hvenær.
Rannsóknir þær, sem hjer koma nú fyrst fyrir ai-
mennings sjónir, snerta einungis nokkur af okkar al-
gengustu fóðurgrösum, og nokkrar af hjer ræktuðum er-
lendum tegundum. ,
Eannsóknirnar.
Rannsóknir þær á íslensku grasfræi, sem hjer fara á
eftir, eru gerðar í þeim tilgangi, að fá vitneskju um
hver af fóðurgrösunum bera hjer fullþroska fræ, og hve
mikið og hvenær þau innlendu og hjer ræktaðar er-
lendar sáðtúnjurtir þroskast, samanborið við sömu teg-
undir á Norðurlöndum.
Þær eiga að benda okkur á þær fóðurjurtir, sem not-
hæfar eru fyrir komandi frærækt, og eins að leiða það
í Ijós, sem helst einkennir þau fóðurgrös, sem landlæg
eru.
Præ það, sem notað hefir verið til rannsókna í þessi
þrjú ár, er frá ýmsum stöðum á landinu, en þó mest
hjeðan úr Gróðrarstöðinni og úr tilrauna-reit þeim, sem
jeg hefi gert tilraunir í síöastliðin 3 sumur. Tvö fyrstu
árin, sem rannsóknirnar ná yfir, er næstum alt fræið
frá þessum tveimur stöðum, en fræ það, sem jeg rann-
sakaði í vetur, var að tveim þriðju hlutum úr
Gróðrarstöðinni og frá mjer, en að einum þriðja frá
Akureyri, StóruvöIIum á Landi, FJjótshlíð og Rangár-
völlum.
Árið 1923 náðu rannsóknirnar yfir 40 sýnishorn af
11 tegundum. 1924 yfir 71 sýnishorn af 13 tegundum
og 1925 yfir 88 sýnishorn af 20 tegundum. Árangurinn
sem hjer verður sýndur af 20 tegundum, er þó ekki af
öllum þeim sýnishornum, sem hafa verið til rannsókna,
vegna þess að sum þeirra hafa reynst svo laklega, að
eigi hefir þótt hlýða að taka það með í meðaltals-yfirlit
það, sem hjer fer á eftir.