Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 218
356
BÚN AÐ ARRIT
inni 161/* tn., og hefir nokkru af því verið fargað í smá-
skömtum út um land, en mikið af því verður ræktað í
Gróðrarstöðinni í sumar. Ætti þá að fást svo mikið að
hausti, að flestir sem vildu reyna þetta afbrigði, gætu
fengið það frá Gróðrarstöðinni fyrir sanngjarnt verð.
Æskilegt væri að menn pöntuðu útsæðið í sumar, og
segðu þá um, hvort þeir vildu fá það sent í haust eða
vorið eftir, og pantanir má senda til skrifstofu Búnaðar-
fjelags íslands.
Fengin er vissa fyrir því, að kartöfluafbrigði þetta
(nr. 6) er enskt að uppruna og heitir rjettu nafni Kerrs
pink. — Það gefst einnig mjög vel í Danmörku.
Mjer þykir sennilegt að kartöfluaíbrigðum muni hnigna
fyr á landi hjer, heldur en í nágrannalöndunum, þar
sem skilyrði eru betri. Heflr það því þýðingu að vita
rjett nafn aíbrigðanna, til þess að geta seinna fengið á
ný góðan stofn af því afbrigði, sem reynsla er fyrir að
vel geflst hjer.
Af gulrófum voru reynd 8 afbrigði síðastl. sumar, en
13 árið áður. Voru 5 afbrigði, þau er ávalt höfðu sýnt
ljelegastan árangur, látin ganga úr. Af þessum 8 af-
brigðum voru 2, sem greinilega skara fram úr — eins
og undanfarið — ísl. gulrófan og Krasnöje Selsköje (rússn.
gulrófan). Álít jeg ö)l önnur afbrigði — að undanskildu
smávöxnu afbrigði, sem heitir Gul Æble — varhugaverð.
íslenska gulrófan gefur mest uppskerumagn. En gæðin
eru engu minni hjá Krasnöje Selsköje. Mín skoðun er í
stuttu máli sögð sú, að ekki sje ráðlegt að nota fræ af
öðru afbrigði en Krasnöje Selsköje, ef fræ af ísl. gulróf-
unni er ófáanlegt. Mjer vitanlega heflr enn ekki komið
fyrir, að trjenuð rófa hafl fundist í garði, þar sem rússn.
gulrófan hefir verið ræktuð. — Mikið var notað af fræi
af Krasnöje Selsköje síðastl. sumar, m. a. notaði Rækt-
unarfjelag Norðurlands ekki annað fiæ, og heflr Ólafur
Jónsson, framkvæmdastj., leyft mjer að hafa eftir sjer,
að það hafi gefist prýðilega. Afbrigði þetta er orðið mjög