Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 52
194
bt3nadarb.it
eins og allar aðrar vjelar sem keyptar hö£ðu verið fram
að þeim tima. Seinna um sumarið fær B. H. B. aðra
greiðu á vjelina. Sú greiða var þjettfingruð
og fingurnir grannir. Er þaðfyrsta greið-
an af þeirri gerð, sem reynd er hjer á
landi. Yjelin var reynd með þessari greiðu á Sunnu-
hvoli við Reykjavík, og sló hún tún, miklu betur en
með gisfingruðu greiðunni1). Dragtækin á vjelinni voru
slæm, samskonar og var á Herkúles-vjelunum, sem
áður voru keyptar, enda var Víking frá sömu verk-
smiðju eins og Herkúles.
Haustið 1907 fór Jón Jónatansson búfræðingur utan
með styrk Búnaðarfjel. ísl., til að athuga verkfæra-
kaup og val. Varð sú för góð, því Jón spurði uppi að
ýmsar sláttuvjela-verksmiðjur smíðuðu þjettfingraðar
greiður, auk þeirra gisfingruðu, sem nær engöngu voru
notaðar á Norðurlöndum. Vissu verkfærasalar í Kaup-
mannahöfn t. d. tæplega að þessar þjettfingruðu greiður
væru til, þegar Jón krafði þá sagna. Árangur af för
Jóns var meðal annars sá, að 1908 komu 3 tegundir
sláttuvjela til landsins, 2 með þjettfingruðum greiðum.
Voru það vjelarnar „Mc. Cormick" og „Deering", og sú
þriðja, var „Adriance“, var hún með gisfingraðri greiðu,
en fingurnir voru þó grannir eins og á þjettflngruðum
greiðum. Þessar vjelar voru allar reyndar þá um sum-
arið2 3 *), og auk þess Víking8). Varð árangurinn af þeirri
reynslu betri en hjer hafði áður þekst.
Sumurin 1909 og 10 ferðast Jón Jónatansson um
Árnessýslu; Rangárvailasýslu og V.-Skaftafellssýslu, með
þeim hætti, að hann ekur á Deering sláttuvjel um
allar sýslurnar. Kennir mönnum að slá með vjelunum og
1) „Freyr“ 4. árg., 1907, bls. 119.
2) „Búnaðarrit“ 22 árg.. 1908, bls. 324.
3) 1908 kaupa Skagfirðingar 2 Víking-sláttu-vjelai, þsar voru
afar mikið notaðar og reyndust vel.