Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 54
196
BUNAÐARRIT
árið 1914, en 1913 hafi þar verið staríandi 8 sláttu-
vjelar.
1915 útvegar fjelagið sömuleiðis 7 vjelar, „fóru 2 í
Bárðardalinn".
1916 útvegar það 15 vjelar, og árin 1917—18 út-
vegar það 36 sláttuvjelar og 9 rakstrarvjelar. Af þessu
fara 17 í Húnav.sýslu, 10 í Skagafj.sýslu, 10 í Eyjafj.-
sýslu og 8 í Þingeyjarsýslur.
Eftir þetta teppist sláttuvjela’ útvegun Ræktunarfjel.,
vegna innflutnings örðugleika; 1920 á fjelagið 30 sláttu-
vjelar í pöntun, eru það Milwaukee-vjelar. En hinar
áður töldu útveguðu vjelar munu eingöngu hafa verið
Deering- og Cormick-vjelar, — flest Cormick. Eru því
Cormick-sláttuvjelarnar þær algengustu norðanlands.
Til Vestfjarða kemur fyrsta sláttuvjelin 1906. Það var
Herkúles-vjel. Páll Rósinkransson, Kirkjubóli við Ön-
undarfjörð, keypti hana; „en not hennar urðu lítil".
Um 1910, og úr því, fara Vestfirðingar aftur að kaupa
sláttuvjelar, aðallega Cormick-vjelar. Er töluverð sláttu-
vjelanotkun í sumum fjörðunum, mest í Önundarfirði,
þar eru 6 sláttuvjelar.
Annarsstaðar vestanlands er strjálingur af síáttuvjel-
um, helst um Mýrar og Borgarfjörð. Á Hvanneyri hafa
altaf verið notaðar Herkúles-sláttuvjelar, frá því Halldór
Vilhjálmsson kom þangað 1907. Eru þar 3 slíkar vjelar.
Hafa flestir sem keypt hafa Herkúles-vjelar á seinni ár-
um, gert það að ráðum Halldórs, eða fyrir bein og óbein
kynni af vjelum hans. Eru Herkúles-vjelarnar þannig
dreifðar víða, en ekki frekar um einn landshluta en
annan.
Austanlands er það sjera Vigfús Þórðarson, Hjaltastað,
sem fyrstur kaupir sláttuvjel. Hann kaupir Herkúles-vjel
1906. — Næsta ár kaupa ýmsir bændur austanlands
Herkúles-vjelar, með gisfingruðum greiðum, hafa not
þeirra sennilega orðið heldur lítil. — Má vera að kaup
þessara vjela hafi orðið til að „hvekkja" menn. Hafa