Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 90
232
BÚNAÐARRIT
4. Setjið aldrei ljáinn í tengsl og hreyfingu, þegar
■vjelin er á ferð, fram eða aftur; og gerið það aður en
ekið er af stað, ef Ijárinn hefir verið tekinn úr tengsl-
um. Greiðan og Ijárinn eiga aldrei að nema í gras, og
•byrja að slá, fyr en ljárinn er kominn á nokkurnvegin
fulla ferð fram og aftur í fingrunum. Ef sláttur stöðv-
ast í miðjum skára, verður að aka vjelinni minsta
ko3ti einn metra aftur á bik, áður en ekið er áfram,
svo Ijárinn nái hraða áður en greiðan rennur í grasið.
5. Við slátt á snöggu harðvelli, eru ekki notaðir
neinir meiðar undir skóm greiðunnar. Á mýrlendi er
nauðsynlegt að nota meiðana, og ef sláttulandið er
meyrt eða mosamikið, verður að stilla meiðana þannig,
að þeir haldi greiðunni hæfilega uppi. Á slíku landi er
•ekki til bóta, að greiðan leggist sem mest niður í rót-
ina. Leggið greiðunni aldrei nær en þörf er, svo að vel
sláisl. Ef lagt er úr hófi nærri rót, eikur það dráttar-
þunga vjelarinnar, flngurnir rekast í misjöfnur, og slátt-
urinn gengur skrikkótt, og ver en vera þarf.
6. Hreinsið óhreinindi af greiðu og ijá-, þegar dvöl
verður við að smyrja vjelina, eða annað. — En
snertið aldrei á greiðunni og ljánum,
án þess að taka ljáinn úr tengslum,
■o g standið aftan við greiðuna, — en
«kki framan við hana, þegar geit er að slíku.
7. Gætið vel að vjelinni, að allir vjelahlutar sitji
kyrrum kjörum. Herðið strax á róm, sem lo3na. Lítið
los ágerist fljótt, og getur orðið orsök st.ærri bilana ef
ekki er gert að í tíma. Ein bilun bíður annari heim.
Rógleg og hljóðlítil hreyfing, ber vott um að vjelin sje
í góðu lagi.
Qeymsla.
Að loknum slætti á að aka sláttuvjelinni heim, þrífa
hana, og athuga hverra aðgerða hún þarfnist, og geyma
síðan á rakalausum stað, í húsi, til næsta sláttar.