Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 16
158
BtíNAÐARRIT
Sökum þess, hve tími sá var naumur, er vjer höfð-
um til rannsóknanna eystra, var eigi unt að gera ítar-
legar rannsóknir þar; fengum vjer þó nokkra hugmynd
um staðháttu :
Lagarfljót (stöðuvatnið) er mjög sjerkennilegt, eigi
síður en Skorradalsvatn; það er mjög langt og mjótt,
og breidd þess viðast sú sama (lengd: breidd o: 10, i);
langás þess nálgast beina linu. Dýpi þess er tiltölulega
mjög mikið; aðdýpi er mikið; grynningar, er sjeu hent-
ugir hrygningarstaðir, eru þess vegna íáar, nema, ef til
vill, í hinum grunnu víkum móts við Egilsstaði, og í
námunda við Hallormsstað. Litil áta er í vatninu.
Sökum tíðra breytinga vatnshæðarinnar vantar átu á
ströndina. Að eins tiltölulega mjó ræma meðfram
Gilsár-línunni er áturík. Svif er af skornum skamti í
vatninu.
í vatninu lifa urriði (salmo trutta) og bleikja (salmo
alpinus). Yeiði lítil. Er það almannarómur að silungur
úr Lagarfljóti sje magur og eigi bragðgóður. Gátum vjer
eigi fallist á dóm þenna, og þeir silungar, er vjer feng-
um þar og geymdir eru í Formalíni, virðast vera í
góðum holdum.
Samkvæmt skoðun Sigbjarnar bónda á Ekkjufelli er
meira af bleikju en urriða í vatninu. Hyggur hann að
riðstöðvar sjeu á nokkrum stöðum með ströndinni, fyrir
landi Ekkjufells. Hitasumarið 1888 veiddust þar daglega
á o: 0,60 m. dýpi, um 50 silungar í fjögur net, er
hvert var 20 m. langt. Sumarmánuðina júlí—september
veiðir hann nú að eins 50—80 silunga um vikuna.
Sami bóndi skýrði oss frá því, að á æskuárum sínum
hafl veiðiskapur við vatnið yfirleitt verið miklu meiri
en nú er.
Vjer heyrðum víða þá skoðun manna, að Lagarfljót,
eða að minsta kosti efri hluti þess (stöðuvatnið) hafi tek-
ið allmiklum stakkaskiftum við eldgosið úr Dyngjufjöllum
1875. Hafl öskulög sennilega lagst á botninn. Sllungur-