Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 123
BÚNAÐARRIT
265
nokkuð háum ávölum sLrengjum á efra borði. Þegar
horft er gegnum blöðin, sjást ljósgrænar línur eítir
miðju endilöngu blaði. Blaðgrunnurinn oft með nokkuð
ógreinilegum greipum, sem lykja utan um stráið. Slíður-
himnan mjög stutt og blöðin nærri samanlögð í brum-
legunni. — Plantan er venjulega 30 — 60 cm. á hæð.
Þetta er erlend sáðtúnjurt, sem hjer lifir skamma stund,
mest 1—2 ár.
Præið er mjög líkt hávinguls-fræi og heflr ekki náð
meir en 2/s af þeirri stærð, sem það er vant að ná er-
lendis. Fræ frá Akureyri hefir vegið 1,37 gr. hvert 1000,
en erlendis 1,97 gr. Mestum gróhraða hefir það náð
71,5°/o, og mest grómagn 75°/0- Sunnlenskt fræ hefir
hjer náð enn minni þroska.
Þar eð rýgresið nær hjer tæpast fullum þroska og er
hjer ekki varanlegt, verður það útilokað sem ræktar-
planta hjer á landi. — í Danmörku er það einhver hin
ágætasta og besta slægju- og beitarjurt.
Vallarfoxgras hefir upprjettan jarðstöngul,
með hnúð niður við rótina. Vöxturinn þúfumyndandi.
Blöðin öll ijósgræn, flöt, mjúk og þykk, með kjöl. Blað-
rendurnar nokkuð snarpar. Blaðslíðrin hál og opin.
Slíðurhimnan þunn, nokkuð löng, odddregin og tirjótt.
Blöðin uppvafin í brumlegunni (sívöl). — Venjulega
60—100 cm. á hæð.
Tegund þessi er harðger, varanleg og góð slægju-jurt,
sem myndar gisna grasrót. Hjer hefir hún verið meir
og minna ræktuð síðan um aldamót. Þar sem henni
hefir verið sáð við algeng ræktunarskilyrði, er hún all-
mikið ríkjandi 1—4 ár, en úr því finst hún ekki svo
nokkru nemi (hjer sunnanlands). Vex best í næringar-
ríkum leirmóajarðvegi og krefst mikils áburðar, en er
þó seinvaxin. Þolir dável þurka og kulda. Þolir ekki beit.
Fræið er silfurgrátt, um 1,5 m/m langt. Fræþyngdin
0,5 gr. í Noregi, en fræ frá Akureyri hefir náð 0,35 gr.
18