Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 81
BÚNAÐARRIT
223
Um leið og Ijásveiflan er athuguð, veiður að gefa
gætur að því að greiðu- og ljá-stefna sje rjett. Það er
mjög áríðandi atriði. Greiðan á að stefna
hornrjett við aðalhjól og aðalstöng.
Hlaupastelpa og ljár, eiga að vera í beinni línu, og
h 1 a u p a s t e 1 p a n á að stefna nákvæmlega
hornrjett frá hjámiðjuhjólsásnum.
Stefna greiðunnar er rjett, með því að lengja og stytta
klóstögin, á sama hátt og áður var lýst. Á eldri vjelum
slapir ytri endi greiðunnar oft meira eða minna aftur á
við. Til að lagfæra það, verður að stytta fremra kló-
stagið, eða lengja hið aftara, eða hvorutveggja.
4. Ljárinn á að liggja nærri skuiðarfleti flngranna,
og jafn nærri öllum fingrunum. Fingurnir verða því að
vera nákvæmlega í beinni röð. Er auðvelt að athuga
hvort svo sje, með því að strengja granna snúru yfir
skuiðarfleti fingranna langs eftir %reiðunni. Sje stefna
einhvers fingurs miður rjett, er það lagfært með Hprum
hamarshöggum. Ef Ijáblöðin liggja að eins aftantil að
skuiðarfleti fingranna, og vita uppávið að framan; er
það lagað með því, að færa slitstálin, 4368, undir )já-
klemmunum 633 A. ofurlitið fram á við.
Ef bilið, milli Ijásins og Ijáklemmanna, er meira en
vera ber, — meira en rjett að skrifpappir verði auð-
veldlega smeygt á milli, — veiður að beygja Ijáklemm-
urnar niður á við með hamri, en gæta skal
þess, að það sjeu að eins tungurnar á
Ijáklemmunum sem liggja niður að
1 j á n u m .
Lyfta oy tengsl.
1. Lyftigormurinn, 3665, verður að vera hæfilega
þaninn. Hann má ekki vera svo þaninn, að greiðan
leggist trautt að jörð. Greiðan titrar þá upp og niður í
slættinum og skárinn verður ójafn. Gormurinn má þó